Mikil hálka þegar banaslysið varð Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Skýringarmynd úr skýrslunni sem sýnir staðsetningu ökutækjanna eftir áreksturinn. RNSA Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður.
Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira