Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:02 Hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög safna upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks samkvæmt svari mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Rakel Ósk Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri og Múlaþingi og Vopnafirði. Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri og Múlaþingi og Vopnafirði.
Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira