„Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. janúar 2025 22:49 Evans Ganapamo var frábær í kvöld S2 Sport Njarðvík tók á móti Keflavík í IceMar-höllinni í Njarðvík í kvöld þegar fjórtánda umferð Bónus deild karla fór fram. Það má alltaf gera ráð fyrir hörku leikjum þegar þessi lið mætast og leikurinn í kvöld var það enginn undantekning. Njarðvíkingar höfðu betur í miklum baráttuleik 107-98. „Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var sjóðheitur í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo. Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
„Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var sjóðheitur í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo.
Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira