„Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. janúar 2025 22:49 Evans Ganapamo var frábær í kvöld S2 Sport Njarðvík tók á móti Keflavík í IceMar-höllinni í Njarðvík í kvöld þegar fjórtánda umferð Bónus deild karla fór fram. Það má alltaf gera ráð fyrir hörku leikjum þegar þessi lið mætast og leikurinn í kvöld var það enginn undantekning. Njarðvíkingar höfðu betur í miklum baráttuleik 107-98. „Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var sjóðheitur í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo. Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
„Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var sjóðheitur í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo.
Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira