Formúla 1

George Russell á ráspól í Singapúr

Árni Jóhannsson skrifar
George Russell á ferðinni í Singapúr.
George Russell á ferðinni í Singapúr. Vísir / Getty

Tímatakan í Formúlu 1 kappakstrinum í Singapúr fór fram fyrr í dag. George Russel, sem ekur fyrir Mercedes, komst á ráspól og ræsir því fyrstur þegar kappaksturinn sjálfur fer fram á morgun.

Besti hringur Russell var upp á 1:29:158 og reyndi Max Verstappen hjá Red Bull eins og hann gat að gera betur. Hann náði þó ekki nema að vera 0.182 á eftir breska ökuþórnum og verður því í öðru sæti. Russell hafði á orði eftir tímatökurnar að Verstappen sé ansi góður í ræsingu og að Singapúr hafi áður farið illa með sig. Það er því ekkert öruggt þrátt fyrir ráspólinn. Oscar Piastri náði svo þriðja sætinu og Kimi Antonelli liðsfélagi Russell var í því fjórða.

Oscar Piastri og Lando Norris sem aka fyrir McLaren leiða keppni ökuþóra á meðan Verstappen og Russell eru í þriðja og fjórða sæti. McLaren leiðir svo keppni bílaframleiðanda með rúmlega 300 stiga forskot á Mercedes.

Singapúr kappaksturinn fer fram á morgun, sunnudaginn 5. október, kl. 11:30 og er í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×