Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 15:01 Rakel María og Guðmundur eru á ferðalagi um Suður-Ameríku. Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hallgrímssyni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við. Rakel María greinir frá atviknu í hringrásinni (e.story) á Instagram. Rakel er einn af þekktari hlaupurum landsins en það vakti gríðarlega athygli þegar hún rann í hálku í Bakgarðshlaupinu í vetur og varð að leita sér aðstoðar á slysó. Á Instagram segist Rakel hafa ætlað að hlaupa ein þennan dag, þar sem hún var orðin nokkuð örugg með sig eftir fjóra daga í borginni. Hún segist hafa reynt að sannfæra Guðmund um að það væri í lagi, en hann vildi ekki hleypa henni út einni og þau fóru því saman. „Gummi vill ekki hleypa mér einni út að hlaupa hérna af því að hann treystir mér ekki. Mjög skrítið,“ segir Rakel og bætir við kímin: „Aumingja maðurinn er alltaf með mér í öll hlaup. Auðvitað bestur.“ Rakel María og Guðmundur á leið út að hlaupa um Cartagena. Rakel segist í samtali við Vísi hafa fundið grænt svæði með upphækkun á Google Maps smáforritinu og hugsað sér gott til glóðarinnar, enda líklega frábær útsýnisstaður yfir borgina. Hún ætlaði sér að hlaupa upp og njóta útsýnisins. „Við fundum að við vorum komin út fyrir túristasvæðið og umhverfið var aðeins farið að breytast,“ segir Rakel. „Þá er þar einhver klíka á mótorhjólum sem segir við Gumma að við verðum að snúa við og að við megum ekki fara þarna upp. „Þetta er hættulegasta svæði borgarinnar, þið verðið drepin ef þið farið þarna upp, komið til baka!“ Svo stoppar leigubíll sem keyrir fram hjá, maðurinn sem er aftur í talar ensku og segir: „Þetta er mjög hættulegt svæði!“ segir Rakel sem var eðli málsins samkvæmt skelfd en fegin að hafa ekki farið lengra. „Ég kom okkur bara næstum því í lífshættu!“ segir Rakel en ljóst er að hún hefur húmor fyrir öllu saman, enda þekkt fyrir að njóta lífsins í hvívetna. Þau Guðmundur hafa látið gríðarlega vel af sér í Kólumbíu síðastliðna daga, birt myndir af gómsætum mat sem þau segja vera þann besta sem þau hafi smakkað. Parið er á mánaðar ferðalagi um Suður-Ameríku. Ferðalög Íslendingar erlendis Kólumbía Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Rakel María greinir frá atviknu í hringrásinni (e.story) á Instagram. Rakel er einn af þekktari hlaupurum landsins en það vakti gríðarlega athygli þegar hún rann í hálku í Bakgarðshlaupinu í vetur og varð að leita sér aðstoðar á slysó. Á Instagram segist Rakel hafa ætlað að hlaupa ein þennan dag, þar sem hún var orðin nokkuð örugg með sig eftir fjóra daga í borginni. Hún segist hafa reynt að sannfæra Guðmund um að það væri í lagi, en hann vildi ekki hleypa henni út einni og þau fóru því saman. „Gummi vill ekki hleypa mér einni út að hlaupa hérna af því að hann treystir mér ekki. Mjög skrítið,“ segir Rakel og bætir við kímin: „Aumingja maðurinn er alltaf með mér í öll hlaup. Auðvitað bestur.“ Rakel María og Guðmundur á leið út að hlaupa um Cartagena. Rakel segist í samtali við Vísi hafa fundið grænt svæði með upphækkun á Google Maps smáforritinu og hugsað sér gott til glóðarinnar, enda líklega frábær útsýnisstaður yfir borgina. Hún ætlaði sér að hlaupa upp og njóta útsýnisins. „Við fundum að við vorum komin út fyrir túristasvæðið og umhverfið var aðeins farið að breytast,“ segir Rakel. „Þá er þar einhver klíka á mótorhjólum sem segir við Gumma að við verðum að snúa við og að við megum ekki fara þarna upp. „Þetta er hættulegasta svæði borgarinnar, þið verðið drepin ef þið farið þarna upp, komið til baka!“ Svo stoppar leigubíll sem keyrir fram hjá, maðurinn sem er aftur í talar ensku og segir: „Þetta er mjög hættulegt svæði!“ segir Rakel sem var eðli málsins samkvæmt skelfd en fegin að hafa ekki farið lengra. „Ég kom okkur bara næstum því í lífshættu!“ segir Rakel en ljóst er að hún hefur húmor fyrir öllu saman, enda þekkt fyrir að njóta lífsins í hvívetna. Þau Guðmundur hafa látið gríðarlega vel af sér í Kólumbíu síðastliðna daga, birt myndir af gómsætum mat sem þau segja vera þann besta sem þau hafi smakkað. Parið er á mánaðar ferðalagi um Suður-Ameríku.
Ferðalög Íslendingar erlendis Kólumbía Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira