Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 14:16 Atli Þór Jónasson tekur í spaðann á Kára Árnasyni sem er nú enginn trítill. Víkingur Víkingar hafa nú greint frá kaupum sínum á framherjanum Atla Þór Jónassyni sem félagið fær frá HK. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, segir Atla geta orðið óstöðvandi í Bestu deildinni. Atli var samningsbundinn HK og því þurfa Víkingar að greiða Kópavogsfélaginu fyrir þennan stóra og stæðilega framherja, en kaupverðið er ekki gefið upp. Atli er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði en hefur leikið í Bestu deildinni síðustu tvö ár með HK. Hann skoraði sjö mörk í 24 leikjum fyrir HK í fyrra og setti svo fernu gegn Víkingum í Bose-mótinu undir lok síðasta árs. Ljóst er að framherjinn hefur hrifið Kára sem segir á heimasíðu Víkinga: „Atli er gríðarlega spennandi leikmaður með mjög sérstaka kosti og á mikið inni að okkar mati. Hann er enn ungur að árum og afsakið slettuna en Atli hefur alla burði í að verða „unplayable“ vegna styrks síns og hraða. Þrátt fyrir mikla hæð er hann mikill íþróttamaður og ég er gríðarlega spenntur að fá hann í hópinn. Við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Nóg er um að vera hjá Víkingum sem mæta KR í Reykjavíkurmótinu í kvöld og eiga fyrir höndum fleiri leiki þar áður en þeir mæta gamla liðinu hans Atla, HK, í fyrsta leik í Lengjubikarnum 6. febrúar. Svo styttist í leikina stóru við Panathinaikos, sem áætlað er að fari fram 12. og 19. febrúar, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Fyrsti leikur Víkings í Bestu deildinni á komandi leiktíð er svo við ÍBV 7. apríl. Besta deild karla Víkingur Reykjavík HK Tengdar fréttir Atli á leið til Víkings Framherjinn hávaxni, Atli Þór Jónasson, er genginn í raðir Víkings frá HK. Frá þessu greinir Hjörvar Hafliðason á X. 14. janúar 2025 10:08 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Sjá meira
Atli var samningsbundinn HK og því þurfa Víkingar að greiða Kópavogsfélaginu fyrir þennan stóra og stæðilega framherja, en kaupverðið er ekki gefið upp. Atli er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði en hefur leikið í Bestu deildinni síðustu tvö ár með HK. Hann skoraði sjö mörk í 24 leikjum fyrir HK í fyrra og setti svo fernu gegn Víkingum í Bose-mótinu undir lok síðasta árs. Ljóst er að framherjinn hefur hrifið Kára sem segir á heimasíðu Víkinga: „Atli er gríðarlega spennandi leikmaður með mjög sérstaka kosti og á mikið inni að okkar mati. Hann er enn ungur að árum og afsakið slettuna en Atli hefur alla burði í að verða „unplayable“ vegna styrks síns og hraða. Þrátt fyrir mikla hæð er hann mikill íþróttamaður og ég er gríðarlega spenntur að fá hann í hópinn. Við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Nóg er um að vera hjá Víkingum sem mæta KR í Reykjavíkurmótinu í kvöld og eiga fyrir höndum fleiri leiki þar áður en þeir mæta gamla liðinu hans Atla, HK, í fyrsta leik í Lengjubikarnum 6. febrúar. Svo styttist í leikina stóru við Panathinaikos, sem áætlað er að fari fram 12. og 19. febrúar, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Fyrsti leikur Víkings í Bestu deildinni á komandi leiktíð er svo við ÍBV 7. apríl.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík HK Tengdar fréttir Atli á leið til Víkings Framherjinn hávaxni, Atli Þór Jónasson, er genginn í raðir Víkings frá HK. Frá þessu greinir Hjörvar Hafliðason á X. 14. janúar 2025 10:08 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Sjá meira
Atli á leið til Víkings Framherjinn hávaxni, Atli Þór Jónasson, er genginn í raðir Víkings frá HK. Frá þessu greinir Hjörvar Hafliðason á X. 14. janúar 2025 10:08