Frá þessu greindi Simpson í samtali við tímaritið bandaríska tímaritið People.
„Við Eric erum búin að vera í sundur í nokkurn tíma eftir erfiðar áskoranir í hjónabandi okkar,“ sagði Simpson í yfirlýsingu. „Börnin okkar eru í fyrsta sæti og ætlum við að einbeita okkur að því sem er þeim fyrir bestu. Við erum afar þakklát fyrir allan þann kærleika og stuðning sem við fundið fyrir. Okkur þætti vænt um að fá næði til að vinna okkur í gegnum þetta sem fjölskylda.“
Simpson og Johnson kynntust árið 2010 í gegnum sameiginlega vini. Sex mánuðum síðar trúlofuðu þau sig og gengu í hjónaband í júlí 2014. Þau eiga saman þrjú börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum fimm til tólf ára.