Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2025 15:31 Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að fjárframlög til stjórnmálaflokka væru nægileg til að viðhalda almennu félagsstarfi, halda flokkum gangandi og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að móta samþykktir og stefnumál. Slík uppbygging er nauðsynleg fyrir virkt lýðræði og eflingu samfélagsins. Hins vegar stöndum við nú frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Einn flokkur sem situr í ríkisstjórn fer þvert gegn þessum lýðræðislegu grunngildum. Sá flokkur heldur hvorki landsfundi né kjördæmaráðsfundi og heldur engan fjölmennan félagsfund þar sem málefnaskrá er mótuð. Þrátt fyrir þetta fær flokkurinn rífleg opinber framlög úr ríkissjóði, sem eru ætluð til að styðja flokkstarf og styrkja lýðræðislega þátttöku, en engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli. Þessi staða er óviðunandi. Hún vekur áleitnar spurningar: Er ásættanlegt að stjórnmálaflokkar, sem hafa enga lýðræðislega uppbyggingu og virkja ekki félagsstarf, fái opinber framlög? Eru samstarfsflokkar í ríkisstjórn tilbúnir að líta framhjá þessu og veita slíku skipulagi lögmæti með samstarfi sínu? Við verðum að spyrja okkur hvers konar lýðræði við viljum byggja upp. Ef stjórnmálaflokkar virka ekki á lýðræðislegan hátt, hvernig getum við vænst þess að þeir stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnsýslu? Það er ekki bara á ábyrgð stjórnmálaflokka sjálfra heldur okkar allra, kjósenda og þegna, að halda vöku okkar og krefjast þess að flokkar sem þiggja fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum starfi í anda lýðræðis. Því ef lýðræðið rofnar innan flokkanna, þá mun það á endanum rofna í samfélaginu sjálfu. Hvað finnst þér? Er þetta í lagi? Eða þurfum við að krefjast breytinga? Lýðræði er ekki sjálfgefið – við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Svanur Guðmundsson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að fjárframlög til stjórnmálaflokka væru nægileg til að viðhalda almennu félagsstarfi, halda flokkum gangandi og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að móta samþykktir og stefnumál. Slík uppbygging er nauðsynleg fyrir virkt lýðræði og eflingu samfélagsins. Hins vegar stöndum við nú frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Einn flokkur sem situr í ríkisstjórn fer þvert gegn þessum lýðræðislegu grunngildum. Sá flokkur heldur hvorki landsfundi né kjördæmaráðsfundi og heldur engan fjölmennan félagsfund þar sem málefnaskrá er mótuð. Þrátt fyrir þetta fær flokkurinn rífleg opinber framlög úr ríkissjóði, sem eru ætluð til að styðja flokkstarf og styrkja lýðræðislega þátttöku, en engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli. Þessi staða er óviðunandi. Hún vekur áleitnar spurningar: Er ásættanlegt að stjórnmálaflokkar, sem hafa enga lýðræðislega uppbyggingu og virkja ekki félagsstarf, fái opinber framlög? Eru samstarfsflokkar í ríkisstjórn tilbúnir að líta framhjá þessu og veita slíku skipulagi lögmæti með samstarfi sínu? Við verðum að spyrja okkur hvers konar lýðræði við viljum byggja upp. Ef stjórnmálaflokkar virka ekki á lýðræðislegan hátt, hvernig getum við vænst þess að þeir stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnsýslu? Það er ekki bara á ábyrgð stjórnmálaflokka sjálfra heldur okkar allra, kjósenda og þegna, að halda vöku okkar og krefjast þess að flokkar sem þiggja fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum starfi í anda lýðræðis. Því ef lýðræðið rofnar innan flokkanna, þá mun það á endanum rofna í samfélaginu sjálfu. Hvað finnst þér? Er þetta í lagi? Eða þurfum við að krefjast breytinga? Lýðræði er ekki sjálfgefið – við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun