Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. janúar 2025 16:01 Meghan Markle hertogaynjan af Sussex syrgir hundinn Guy. Diego Cuevas/Getty Images Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex og Hollywood stjarna, opnaði sig upp á gátt á Instagram í gær með einlægri færslu sem einkenndist af mikilli sorg. Hundur hennar og Harry prins Guy lést fyrir stuttu síðan og skrifar Meghan falleg minningarorð til hans á samfélagsmiðlunum. „Árið 2015 ættleiddi ég bikkil hund frá hundaathvarfi í Kanada. Hann hafði áður búið í skýli í Kentucky og var sagður eiga örfáa daga eftir. Ég tók hann upp og varð ástfangin. Athvarfið talaði um hann sem litla gæjann eða the little guy því hann var svo lítill og viðkvæmur og þess vegna skírði ég hann Guy. Og hann var besti gæi sem nokkur stelpa gæti beðið um.“ View this post on Instagram A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan) Meghan bætir við að þau sem fylgdu henni á Instagram áður en hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna hafi fengið að sjá mikið af honum á miðlinum. „Hann var með mér þegar ég var í tökum fyrir Suits, þegar ég trúlofaðist (og gifti mig), þegar ég varð mamma. Hann fylgdi mér í gegnum allt. Þögnina, kaosið, rólegheitin, þægindin.“ Meghan skrifar sömuleiðis að Guy hafi lent í hræðilegu slysi stuttu áður en hún flutti til Bretlands. Hann hafi í kjölfarið þurft að fara í margar aðgerðir yfir nokkra mánuði og hafi ekki getað farið af dýraspítalanum. „Læknarnir sögðu að hann myndi aldrei geta labbað aftur en Dr. Noel Fitzpatrick sagði að hann gæti það. Harry og ég keyrðum seint á kvöldin eftir lokun til að geta heimsótt Guy á meðan hann hafnaði sig í Surrey.“ View this post on Instagram A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan) Hjónin eru þakklát fyrir Noel og hans teymi og alla þá sem hjálpuðu Guy. „Mörg ykkar munu sjá Guy í nýju sjónvarpsseríunni minni og ég vona að þið skiljið hvers vegna ég er niðurbrotin eftir að hafa misst hann. Ég held að þið verðið líka svolítið ástfangin af Guy. Ég hef grátið fleiri tárum en mögulegt er að telja. Tár sem fá þig til þess að fara í sturtu með fáránlega von um að vatnið fái þig til að finna minna fyrir þeim eða að þú getir látið eins og þau séu ekki þarna. En tárin koma og það er allt í lagi líka. Takk fyrir mörg ár af skilyrðislausri ást, yndislegi Guy minn. Þú getur aldrei skilið hversu mikið þú gerðir fyrir lífið mitt.“ Harry og Meghan Kóngafólk Hollywood Hundar Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
Hundur hennar og Harry prins Guy lést fyrir stuttu síðan og skrifar Meghan falleg minningarorð til hans á samfélagsmiðlunum. „Árið 2015 ættleiddi ég bikkil hund frá hundaathvarfi í Kanada. Hann hafði áður búið í skýli í Kentucky og var sagður eiga örfáa daga eftir. Ég tók hann upp og varð ástfangin. Athvarfið talaði um hann sem litla gæjann eða the little guy því hann var svo lítill og viðkvæmur og þess vegna skírði ég hann Guy. Og hann var besti gæi sem nokkur stelpa gæti beðið um.“ View this post on Instagram A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan) Meghan bætir við að þau sem fylgdu henni á Instagram áður en hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna hafi fengið að sjá mikið af honum á miðlinum. „Hann var með mér þegar ég var í tökum fyrir Suits, þegar ég trúlofaðist (og gifti mig), þegar ég varð mamma. Hann fylgdi mér í gegnum allt. Þögnina, kaosið, rólegheitin, þægindin.“ Meghan skrifar sömuleiðis að Guy hafi lent í hræðilegu slysi stuttu áður en hún flutti til Bretlands. Hann hafi í kjölfarið þurft að fara í margar aðgerðir yfir nokkra mánuði og hafi ekki getað farið af dýraspítalanum. „Læknarnir sögðu að hann myndi aldrei geta labbað aftur en Dr. Noel Fitzpatrick sagði að hann gæti það. Harry og ég keyrðum seint á kvöldin eftir lokun til að geta heimsótt Guy á meðan hann hafnaði sig í Surrey.“ View this post on Instagram A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan) Hjónin eru þakklát fyrir Noel og hans teymi og alla þá sem hjálpuðu Guy. „Mörg ykkar munu sjá Guy í nýju sjónvarpsseríunni minni og ég vona að þið skiljið hvers vegna ég er niðurbrotin eftir að hafa misst hann. Ég held að þið verðið líka svolítið ástfangin af Guy. Ég hef grátið fleiri tárum en mögulegt er að telja. Tár sem fá þig til þess að fara í sturtu með fáránlega von um að vatnið fái þig til að finna minna fyrir þeim eða að þú getir látið eins og þau séu ekki þarna. En tárin koma og það er allt í lagi líka. Takk fyrir mörg ár af skilyrðislausri ást, yndislegi Guy minn. Þú getur aldrei skilið hversu mikið þú gerðir fyrir lífið mitt.“
Harry og Meghan Kóngafólk Hollywood Hundar Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira