Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 10:58 Danskir framhaldsskólar hafa prófað sig áfram ið að stemma stigu við snjallsímanotkun ungmenna á skólatíma. Mynd úr safni. Getty/Matt Cardy Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári. Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári.
Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira