Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 10:58 Danskir framhaldsskólar hafa prófað sig áfram ið að stemma stigu við snjallsímanotkun ungmenna á skólatíma. Mynd úr safni. Getty/Matt Cardy Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári. Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári.
Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira