CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 6. janúar 2025 18:02 CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar