Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar 6. janúar 2025 08:33 Ég sendi hér þýðingu á bréfi frá Reham Khaled um átak í málefnum barna og kennslu þeirra. Hún er fyrrum barnskólakennari á Gaza. Nú er búið að eyðileggja skólann ásamt öllum öðrum innviðum á Gaza. Meðal annarra orða, hvers vegna er ekki búið að koma á viðskiptabanni og slíta stjórnmálasambandi við hryðjuverkaríkið Ísrael? Það ættu öll ríki, sem láta sér annt um mannréttindi, að gera. Reham hefur ásamt fjórum öðrum myndað hóp sem ætlar sér að reyna að koma á einhvers konar barnakennslu í Gazaborg. Hún biður um hjálp ykkar í eftirfarandi bréfi og ég sendi með söfnunarslóð þessa hugrakka og þolgóða unga fólks. Hér kemur þýðing mín á bréfinu. Reham Kahled Komið þið sæl, mín kæru. Ég skrifa ykkur í dag frá stríðshrjáðu landi þar sem draumar hafa orðið að engu og lífið hefur tekið varanlegum stakkaskiptun. Ég heiti Reham Kaled og er 27 ára gömul kona frá Gazaborg. Við erum 6 manna fjölskylda. Ég skrifa þetta í þeirri von að bjarga fjölskyldu minni frá grimmdarverkum sem ekki hægt að ímynda sér en skekið hafa Gazasvæðið síðan í október 2023. Ég menntaði mig í Kennaraháskólanum og var grunnskólakennari þegar allt breyttist. Hernámsliðið hefur eyðilagt allt sem okkur er kært. Ég hef misst heimili mitt, atvinnuna og fjölskyldan hefur misst alla sína tekjumöguleika. Sem ég skrifa þetta bý ég í geymsluhúsi með fjölskyldunni eftir að okkur hefur verið gert að flytja 8 sinnum til að reyna að komast í skjól undan sprengjustorminum. Við sem myndum Ungmennahóp framtíðarinnar (Future Youth Team) erum fimm kennarar. Við skrifum þessa áskorun í þeirri von að geta bjargað börnum á Gaza frá þessu ótrúlega þjóðarmorði sem hefur farið hér fram. Ég vann við að kenna ungum börnum allt þar til stríðið hófst og draumar okkar voru sprengdir í tætlur. Borgin Gaza er orðin að draugaborg þar sem eru engir háskólar, spítalar, engar moskur eða skólar yfirleitt. Þúsundir barna hafa misst það sem kalla má þeirra grundvallar réttindi: Öryggi, friður, menntun, matur. Ungmennahópurinn hefur ákveðið að hjálpa þessum börnum með því að reyna að sjá þeim fyrir einum af þessum grundvallar þáttum sem er rétturinn til menntunar eftir eyðileggingu skóla á Gaza. Við byrjuðum að vinna að þessu með því að koma á fót kennsluhópi fyrir grunnskólastigið til að reyna að bæta fyrir þann tíma sem börnin okkar hafa misst. Þessir fimm kennarar eru: Reham, sem hefur sérhæft sig í kennslu ungra grunnskóla- og leikskólabarna. Sohaib sem kennt hefur arabísku og bókmenntir og var að ljúka meistaraprófi þegar allt breyttist. Fadia sem er enskukennari fyrir alla aldurshópa. Múhameð sem hefur kennt samfélags- og stærðfræði. Nour sem hefur kennt arabísku og bókmenntir fyrir alla aldurshópa. Mishelle Napolitano sem kennir ensku með hjálp myndbandstækninnar. Öll hafa þau mikla reynslu á sínu sviði. Menntunarhópur okkar á erfitt með að finna húsnæði við hæfi til að taka á móti börnunum. Við erum að reyna að verða okkur úti um kennslutjald, hæfilega stórt til að taka nokkra hópa af börnum. Þetta er persónulegt frumkvæði nokkurra kennara frá Gaza ströndinni sem þarfnast hjálpar við að takast á við erfiða daga í þeirri von að hægt verði að láta þennan draum rætast. Þú getur stutt þetta átak með framlagi. Við stingum upp á 5, 10 eða 50 dollurum eftir getu. Stuðningur ykkar getur hjálpað til við að sjá barni fyrir plássi, barni sem hefur misst alla möguleika á menntun í þessum hörmungum. Með ykkar framlagi getum við komist nær því að útvega hluta barnanna á Gaza sæti á skólabekk sem mun hjálpa þeim að tryggja sér betra líf og betri framtíð. Hjálpið okkur að opna þessar dyr fyrir börnunum okkar. Þakka þér fyrir að lesa þetta, fyrir samkenndina og fyrir allt það sem þú gerir til þess að bæta heiminn með þessu. Engir eiga frekar skilið þetta augnablik tíma þíns og örlætis heldur en börnin á Gaza. Staðfastur stuðningur þinn og uppörvun minnir okkur á það að mannkynið kemst af jafnvel þegar það stendur frammi fyrir ótrúlega erfiðum vandamálum. Og það er mögulegt vegna fólks sem eins og þín. Allur stuðningur skiptir máli fyrir líf svo margra barna. Takk fyrir að standa með okkur og fyrir hjálp þína við að halda voninni lifandi á Gaza. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sendi hér þýðingu á bréfi frá Reham Khaled um átak í málefnum barna og kennslu þeirra. Hún er fyrrum barnskólakennari á Gaza. Nú er búið að eyðileggja skólann ásamt öllum öðrum innviðum á Gaza. Meðal annarra orða, hvers vegna er ekki búið að koma á viðskiptabanni og slíta stjórnmálasambandi við hryðjuverkaríkið Ísrael? Það ættu öll ríki, sem láta sér annt um mannréttindi, að gera. Reham hefur ásamt fjórum öðrum myndað hóp sem ætlar sér að reyna að koma á einhvers konar barnakennslu í Gazaborg. Hún biður um hjálp ykkar í eftirfarandi bréfi og ég sendi með söfnunarslóð þessa hugrakka og þolgóða unga fólks. Hér kemur þýðing mín á bréfinu. Reham Kahled Komið þið sæl, mín kæru. Ég skrifa ykkur í dag frá stríðshrjáðu landi þar sem draumar hafa orðið að engu og lífið hefur tekið varanlegum stakkaskiptun. Ég heiti Reham Kaled og er 27 ára gömul kona frá Gazaborg. Við erum 6 manna fjölskylda. Ég skrifa þetta í þeirri von að bjarga fjölskyldu minni frá grimmdarverkum sem ekki hægt að ímynda sér en skekið hafa Gazasvæðið síðan í október 2023. Ég menntaði mig í Kennaraháskólanum og var grunnskólakennari þegar allt breyttist. Hernámsliðið hefur eyðilagt allt sem okkur er kært. Ég hef misst heimili mitt, atvinnuna og fjölskyldan hefur misst alla sína tekjumöguleika. Sem ég skrifa þetta bý ég í geymsluhúsi með fjölskyldunni eftir að okkur hefur verið gert að flytja 8 sinnum til að reyna að komast í skjól undan sprengjustorminum. Við sem myndum Ungmennahóp framtíðarinnar (Future Youth Team) erum fimm kennarar. Við skrifum þessa áskorun í þeirri von að geta bjargað börnum á Gaza frá þessu ótrúlega þjóðarmorði sem hefur farið hér fram. Ég vann við að kenna ungum börnum allt þar til stríðið hófst og draumar okkar voru sprengdir í tætlur. Borgin Gaza er orðin að draugaborg þar sem eru engir háskólar, spítalar, engar moskur eða skólar yfirleitt. Þúsundir barna hafa misst það sem kalla má þeirra grundvallar réttindi: Öryggi, friður, menntun, matur. Ungmennahópurinn hefur ákveðið að hjálpa þessum börnum með því að reyna að sjá þeim fyrir einum af þessum grundvallar þáttum sem er rétturinn til menntunar eftir eyðileggingu skóla á Gaza. Við byrjuðum að vinna að þessu með því að koma á fót kennsluhópi fyrir grunnskólastigið til að reyna að bæta fyrir þann tíma sem börnin okkar hafa misst. Þessir fimm kennarar eru: Reham, sem hefur sérhæft sig í kennslu ungra grunnskóla- og leikskólabarna. Sohaib sem kennt hefur arabísku og bókmenntir og var að ljúka meistaraprófi þegar allt breyttist. Fadia sem er enskukennari fyrir alla aldurshópa. Múhameð sem hefur kennt samfélags- og stærðfræði. Nour sem hefur kennt arabísku og bókmenntir fyrir alla aldurshópa. Mishelle Napolitano sem kennir ensku með hjálp myndbandstækninnar. Öll hafa þau mikla reynslu á sínu sviði. Menntunarhópur okkar á erfitt með að finna húsnæði við hæfi til að taka á móti börnunum. Við erum að reyna að verða okkur úti um kennslutjald, hæfilega stórt til að taka nokkra hópa af börnum. Þetta er persónulegt frumkvæði nokkurra kennara frá Gaza ströndinni sem þarfnast hjálpar við að takast á við erfiða daga í þeirri von að hægt verði að láta þennan draum rætast. Þú getur stutt þetta átak með framlagi. Við stingum upp á 5, 10 eða 50 dollurum eftir getu. Stuðningur ykkar getur hjálpað til við að sjá barni fyrir plássi, barni sem hefur misst alla möguleika á menntun í þessum hörmungum. Með ykkar framlagi getum við komist nær því að útvega hluta barnanna á Gaza sæti á skólabekk sem mun hjálpa þeim að tryggja sér betra líf og betri framtíð. Hjálpið okkur að opna þessar dyr fyrir börnunum okkar. Þakka þér fyrir að lesa þetta, fyrir samkenndina og fyrir allt það sem þú gerir til þess að bæta heiminn með þessu. Engir eiga frekar skilið þetta augnablik tíma þíns og örlætis heldur en börnin á Gaza. Staðfastur stuðningur þinn og uppörvun minnir okkur á það að mannkynið kemst af jafnvel þegar það stendur frammi fyrir ótrúlega erfiðum vandamálum. Og það er mögulegt vegna fólks sem eins og þín. Allur stuðningur skiptir máli fyrir líf svo margra barna. Takk fyrir að standa með okkur og fyrir hjálp þína við að halda voninni lifandi á Gaza. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar