Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Bjarki Sigurðsson skrifar 6. janúar 2025 11:56 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. Á vefsíðunni Global Petrol Prices er gerð samantekt á eldsneytisverði í 168 ríkjum. Þar kemur fram að á Íslandi sé meðalverð á bensíni 303 krónur og á dísil 310 krónur. Hong Kong er eina ríkið þar sem bæði bensín- og dísilverðið er hærra en á Íslandi og í Mónakó er bensínið dýrara. Í Danmörku er bensínlíterinn tuttugu krónum ódýrari, í Noregi fjörutíu krónum ódýrari, Finnlandi 65 krónum ódýrari og í Svíþjóð 85 krónum ódýrari. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir muninn milli Norðurlandanna sláandi. Félagið hafi lengi gagnrýnt þessi háu verð sem skýrast að miklu leyti af fákeppnisumhverfi. „Það þarf miklu víðtækara aðhald með þessum markaði en hefur verið undanfarin ár. Ég bind vonir við að ný stjórnvöld íhugi það hvernig hægt sé að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Það er mjög slæmt að við búum við fákeppni varðandi svona stóra vöruflokka sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna,“ segir Runólfur. Lágt verð eldsneytis hjá Costco hafi til skamms tíma valdið lækkunum hjá olíufélögunum. Þau hafi hins vegar dregið í land. Í dag munur fimmtán krónum á lítranum á bensíni hjá Costco, þar sem viðskiptavinir þurfa að vera meðlimir, og á ódýrasta verði Orkunnar. „Til skamms tíma voru þessar lággjaldastöðvar hinna félaganna að bjóða lítraverð sem var kannski tveimur til fimm krónum yfir Costco-verðinu. En þetta hefur breyst núna síðustu misserin og nú er verðmunurinn orðinn mun meiri. Það sýnir sig að menn eru tilbúnir að draga í land með samkeppnina því þeir treysta á fákeppnina,“ segir Runólfur. Bensín og olía Verðlag Neytendur Costco Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Á vefsíðunni Global Petrol Prices er gerð samantekt á eldsneytisverði í 168 ríkjum. Þar kemur fram að á Íslandi sé meðalverð á bensíni 303 krónur og á dísil 310 krónur. Hong Kong er eina ríkið þar sem bæði bensín- og dísilverðið er hærra en á Íslandi og í Mónakó er bensínið dýrara. Í Danmörku er bensínlíterinn tuttugu krónum ódýrari, í Noregi fjörutíu krónum ódýrari, Finnlandi 65 krónum ódýrari og í Svíþjóð 85 krónum ódýrari. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir muninn milli Norðurlandanna sláandi. Félagið hafi lengi gagnrýnt þessi háu verð sem skýrast að miklu leyti af fákeppnisumhverfi. „Það þarf miklu víðtækara aðhald með þessum markaði en hefur verið undanfarin ár. Ég bind vonir við að ný stjórnvöld íhugi það hvernig hægt sé að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Það er mjög slæmt að við búum við fákeppni varðandi svona stóra vöruflokka sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna,“ segir Runólfur. Lágt verð eldsneytis hjá Costco hafi til skamms tíma valdið lækkunum hjá olíufélögunum. Þau hafi hins vegar dregið í land. Í dag munur fimmtán krónum á lítranum á bensíni hjá Costco, þar sem viðskiptavinir þurfa að vera meðlimir, og á ódýrasta verði Orkunnar. „Til skamms tíma voru þessar lággjaldastöðvar hinna félaganna að bjóða lítraverð sem var kannski tveimur til fimm krónum yfir Costco-verðinu. En þetta hefur breyst núna síðustu misserin og nú er verðmunurinn orðinn mun meiri. Það sýnir sig að menn eru tilbúnir að draga í land með samkeppnina því þeir treysta á fákeppnina,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Verðlag Neytendur Costco Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira