Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 10:30 Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun