Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Stefán Marteinn skrifar 2. janúar 2025 18:31 Þórsarar máttu þola súrt tap í kvöld. vísir/Jón Gautur Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Bæði lið höfðu tapað síðasta leiks sínum fyrir hlé og vonuðust til þess að byrja nýtt ár með sterkum sigri. Það fór svo að það var Njarðvík sem hafði betur eftir mikla spennu 106-104. Þór Þorlákshöfn byrjaði þennan leik af krafti og setti fyrstu stig leiksins á töfluna. Njarðvíkingar virkuðu svolítið vanstilltir í upphafi og gestirnir gengu á lagið og tóku alla 50/50 baráttur. Evans Ganapamo stal boltanum um miðjan leikhluta og keyrði á körfuna og tróð. Það virðist hafa kveikt aðeins undir liðsfélögum sínum sem komust í gírinn. Leikurinn var orðin mjög jafn undir lok leikhlutans og voru það Njarðvíkingar sem lokuðu leikhlutanum með flottum þrist frá Veigari Pál Alexanderssyni og heimamenn leiddu 25-23 eftir fyrsta leikhluta. Veigar Páll byrjaði annan leikhluta á svipaðan hátt og hann endaði fyrsta með því að sökkva þrist. Njarðvíkingar byrjuðu öflugt en gestirnir voru þó ekki langt frá. Það var um miðjan leikhluta þegar Nikolas Tomsick skoraði þrjá þrista í röð. Það þvingaði Rúnar Inga Erlingsson til þess að taka leikhlé fyrir Njarðvík og reyna stöðva blæðinguna í frábæru áhlaupi gestana sem voru komnir í sjö stiga forskot. Leikurinn var alveg í járnum og það voru heimamenn í Njarðvík sem náðu að jafna leikinn fyrir hálfleik og liðin fóru jöfn 53-53 inn í hálfleik. Þriðji leikhluti byrjaði af krafti þar sem þetta gekk endana á milli og bæði lið voru að klára sóknirnar sínar vel. Gestirnir komust skrefinu á undan en þegar líða tók á leikhlutann var það Njarðvík sem tók öll völd og fór að raða niður þristum. Njarðvíkingar leiddu 88-79 eftir þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn byrjaði fjórða leikhluta af krafti og reyndi að saxa niður forskot heimamanna. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í þrjú stig áður en heimamenn tóku við sér aftur. Njarðvíkingar náðu aftur að byggja upp smá forskot á gestina. Nikolas Tomsick var á eldi fyrir gestina og setti níu stig í röð til að minnka muninn niður í eitt stig þegar rétt tæpar tvær mínútur voru eftir. Þór Þorlákshöfn náði að komast yfir en Njarðvíkingar náðu aftur forystu. Veigar Páll Alexandersson fór á vítalínuna með um átta sekúndur eftir og setti niður seinna vítið og kom Njarðvík í tveggja stiga forskot. Gestirnir teiknuðu upp flotta lokasókn þar sem allir héldu að Nikolas Tomsick myndi reyna við þrist en hann læddi boltanum á Jordan Semple sem fór á körfuna fyrir framlengingu en boltinn skoppaði upp úr og Njarðvíkingar hrósuðu sigri 106-104. Atvik leiksins Auðvelt að velja loka andartökin í þessum leik þegar boltinn rúllar upp úr körfunni hjá Jordan Semple. Stjörnur og skúrkar Veigar Páll Alexandersson var að mínu viti besti leikmaður Njarðvíkinga í kvöld. Setti 28 stig á töfluna og hefur verið stórkostlegur fyrir Njarðvíkinga eftir því sem liðið hefur á mótið. Evans Ganapamo var einnig stórkostlegur fyrir heimamenn í dag og skoraði 31 stig. Hjá gestunum var Nikolas Tomsick framúrskarandi og var helsta ástæða þess að Njarðvíkingar hlupu ekki burt með leikinn. Var að setja frábær skot og endaði stigahæstur á vellinum með 32 stig. Dómarinn Dómaratríóið komst bara virkilega vel frá sínu í dag að mínu mati. Ekkert út á þeirra frammistöðu að setja. Stemingin og umgjörð Stemmningin og umgjörð í Njarðvík er alltaf upp á 10,5! Ánægjulegt að sjá þá sem lögðu leið sína á völlinn í kvöld. Sérstaklega Þórsara sem voru heldur fáir í síðustu umferð en bætti það upp í kvöld. „Málið er að mér fannst þetta eiginlega vera saga leiksins“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara.Vísir/Jón Gautur Hannesson „Þetta var bara hörkuleikur og töpuðum með tveimur. Áttum alveg ágætis séns undir lokin til að jafna,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir tapið í kvöld. Jordan Semple var heldur betur nálægt því að jafna leikinn undir lokinn en boltinn skrúfaðist upp úr körfunni. „Málið er að mér fannst þetta eiginlega bara vera saga leiksins. Ég held að við höfum brennt af svona tíu sniðskotum í leiknum. Það kostaði okkur í lokin. Við vorum að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en það var ómögulegt fyrir okkur að hitta úr sniðskotum.“ Það mátti heyra á Lárusi að sniðskotin sviðu en Njarðvíkingar lögðu góðan grunn í þriðja leikhluta. „Þau kostuðu okkur í lokin. Njarðvík náði líka alveg að búa til smá forskot í þriðja leikhluta. Þeir skoruðu 35 stig þannig við vorum kannski aðeins að elta það. Það var nóg fyrir þá til þess að vinna leikinn.“ Þór Þorlákshöfn slátraði Njarðvík í frákasta baráttunni en gestirnir tóku tólf fleiri fráköst heldur en heimamenn. „Ég ætla að líta á það sem jákvætt. Við höfum ekki verið að gera það í vetur en vorum að gera það í þessum leik. Fengum mikið af öðrum sénsum og það mun skila sér, svona brauðmola munu skila sér í sigrum en bara gerðu það ekki í kvöld,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Körfubolti Tengdar fréttir „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. 2. janúar 2025 22:01
Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Bæði lið höfðu tapað síðasta leiks sínum fyrir hlé og vonuðust til þess að byrja nýtt ár með sterkum sigri. Það fór svo að það var Njarðvík sem hafði betur eftir mikla spennu 106-104. Þór Þorlákshöfn byrjaði þennan leik af krafti og setti fyrstu stig leiksins á töfluna. Njarðvíkingar virkuðu svolítið vanstilltir í upphafi og gestirnir gengu á lagið og tóku alla 50/50 baráttur. Evans Ganapamo stal boltanum um miðjan leikhluta og keyrði á körfuna og tróð. Það virðist hafa kveikt aðeins undir liðsfélögum sínum sem komust í gírinn. Leikurinn var orðin mjög jafn undir lok leikhlutans og voru það Njarðvíkingar sem lokuðu leikhlutanum með flottum þrist frá Veigari Pál Alexanderssyni og heimamenn leiddu 25-23 eftir fyrsta leikhluta. Veigar Páll byrjaði annan leikhluta á svipaðan hátt og hann endaði fyrsta með því að sökkva þrist. Njarðvíkingar byrjuðu öflugt en gestirnir voru þó ekki langt frá. Það var um miðjan leikhluta þegar Nikolas Tomsick skoraði þrjá þrista í röð. Það þvingaði Rúnar Inga Erlingsson til þess að taka leikhlé fyrir Njarðvík og reyna stöðva blæðinguna í frábæru áhlaupi gestana sem voru komnir í sjö stiga forskot. Leikurinn var alveg í járnum og það voru heimamenn í Njarðvík sem náðu að jafna leikinn fyrir hálfleik og liðin fóru jöfn 53-53 inn í hálfleik. Þriðji leikhluti byrjaði af krafti þar sem þetta gekk endana á milli og bæði lið voru að klára sóknirnar sínar vel. Gestirnir komust skrefinu á undan en þegar líða tók á leikhlutann var það Njarðvík sem tók öll völd og fór að raða niður þristum. Njarðvíkingar leiddu 88-79 eftir þriðja leikhluta. Þór Þorlákshöfn byrjaði fjórða leikhluta af krafti og reyndi að saxa niður forskot heimamanna. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í þrjú stig áður en heimamenn tóku við sér aftur. Njarðvíkingar náðu aftur að byggja upp smá forskot á gestina. Nikolas Tomsick var á eldi fyrir gestina og setti níu stig í röð til að minnka muninn niður í eitt stig þegar rétt tæpar tvær mínútur voru eftir. Þór Þorlákshöfn náði að komast yfir en Njarðvíkingar náðu aftur forystu. Veigar Páll Alexandersson fór á vítalínuna með um átta sekúndur eftir og setti niður seinna vítið og kom Njarðvík í tveggja stiga forskot. Gestirnir teiknuðu upp flotta lokasókn þar sem allir héldu að Nikolas Tomsick myndi reyna við þrist en hann læddi boltanum á Jordan Semple sem fór á körfuna fyrir framlengingu en boltinn skoppaði upp úr og Njarðvíkingar hrósuðu sigri 106-104. Atvik leiksins Auðvelt að velja loka andartökin í þessum leik þegar boltinn rúllar upp úr körfunni hjá Jordan Semple. Stjörnur og skúrkar Veigar Páll Alexandersson var að mínu viti besti leikmaður Njarðvíkinga í kvöld. Setti 28 stig á töfluna og hefur verið stórkostlegur fyrir Njarðvíkinga eftir því sem liðið hefur á mótið. Evans Ganapamo var einnig stórkostlegur fyrir heimamenn í dag og skoraði 31 stig. Hjá gestunum var Nikolas Tomsick framúrskarandi og var helsta ástæða þess að Njarðvíkingar hlupu ekki burt með leikinn. Var að setja frábær skot og endaði stigahæstur á vellinum með 32 stig. Dómarinn Dómaratríóið komst bara virkilega vel frá sínu í dag að mínu mati. Ekkert út á þeirra frammistöðu að setja. Stemingin og umgjörð Stemmningin og umgjörð í Njarðvík er alltaf upp á 10,5! Ánægjulegt að sjá þá sem lögðu leið sína á völlinn í kvöld. Sérstaklega Þórsara sem voru heldur fáir í síðustu umferð en bætti það upp í kvöld. „Málið er að mér fannst þetta eiginlega vera saga leiksins“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara.Vísir/Jón Gautur Hannesson „Þetta var bara hörkuleikur og töpuðum með tveimur. Áttum alveg ágætis séns undir lokin til að jafna,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir tapið í kvöld. Jordan Semple var heldur betur nálægt því að jafna leikinn undir lokinn en boltinn skrúfaðist upp úr körfunni. „Málið er að mér fannst þetta eiginlega bara vera saga leiksins. Ég held að við höfum brennt af svona tíu sniðskotum í leiknum. Það kostaði okkur í lokin. Við vorum að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en það var ómögulegt fyrir okkur að hitta úr sniðskotum.“ Það mátti heyra á Lárusi að sniðskotin sviðu en Njarðvíkingar lögðu góðan grunn í þriðja leikhluta. „Þau kostuðu okkur í lokin. Njarðvík náði líka alveg að búa til smá forskot í þriðja leikhluta. Þeir skoruðu 35 stig þannig við vorum kannski aðeins að elta það. Það var nóg fyrir þá til þess að vinna leikinn.“ Þór Þorlákshöfn slátraði Njarðvík í frákasta baráttunni en gestirnir tóku tólf fleiri fráköst heldur en heimamenn. „Ég ætla að líta á það sem jákvætt. Við höfum ekki verið að gera það í vetur en vorum að gera það í þessum leik. Fengum mikið af öðrum sénsum og það mun skila sér, svona brauðmola munu skila sér í sigrum en bara gerðu það ekki í kvöld,“ sagði Lárus Jónsson að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Körfubolti Tengdar fréttir „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. 2. janúar 2025 22:01
„Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. 2. janúar 2025 22:01