Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 13:02 Amen Thompson kominn í gólfið eftir átökin við Tyler Herro og Terry Rozier er byrjaður að skipta sér af. Vísir/Getty Amen Thompson leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna áfloga við Tyler Herro í leik Rockets og Miami Heat um helgina. Fyrrum leikmaður Houston Rockets sakar forráðamenn NBA-deildarinnar um óheiðarleika. Miami Heat vann 104-100 sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina en eftir leik voru þó flestir að tala um áflog þeirra Amen Thompson og Tyler Herro. Þeir Thompson og Herro byrjuðu að kítast þegar boltinn var ekki í leik og endaði það með því að Thompson henti Herro í jörðina áður en flestallir leikmenn liðanna hópuðust að til að stöðva áflogin. Amen Thompson and Tyler Herro fight 👀 pic.twitter.com/VGp1KBXzJH— NBACentral (@TheDunkCentral) December 30, 2024 NBA-deildin hefur nú dæmt Thompson í tveggja leikja bann en Herro fékk 25.000 dollara sekt. Fyrrum leikmaður Houston Rockets, Vernon Maxvell, hefur nú tjáð sig um atvikið og sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn. Sakar hann forráðamenn NBA-deildarinnar um að vera á móti Houston Rockets og tekst auk þess að draga rapparann Machine Gun Kelly inn í umræðuna. 2 game suspension for Amen. 25k fine and no suspension for the instigator MGK. The league has never liked Houston and they must have a thing for skinny white kids that can’t rap.— Vernon Maxwell (@VernonMaxwell11) December 31, 2024 „Tveggja leikja bann á Amen, 25 þúsund dollara sekt og ekkert bann á hvatamanninn MGK. NBA-deildin hefur aldrei fílað Houston og þeir hljóta að vera hrifnir af horuðum hvítum strákum sem geta ekki rappað,“ skrifaði Maxvell en þetta var ekki í eina skiptið sem hann líkti Tyler Herro við Machine Gun Kelly. Þegar atvikið átti sér stað í leiknum skrifaði hann að „einhver þyrfti að segja Machine Gun Kelly að láta Amen Thompson í friði.“ Amen Thompson er síður en svo fyrsti leikmaður Houston Rockets sem lætur hnefana tala á vellinum. Rockets leikmaðurinn fyrrverandi Hakeem Olajuwon gerði það í nokkur skipti á sínum frábæra ferli og stjórnandi hlaðvarpsins The Bradeaux & Will Show, sem fjallar um lið Rockets, sagði Thompson vera að gera það sem hann þyrfti til að verða gosögn hjá félaginu. Amen doing what it takes to become a Rockets legend. pic.twitter.com/G3954ROMtJ https://t.co/EsnLWi37cB— Bradeaux (@BradeauxNBA) December 30, 2024 NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Miami Heat vann 104-100 sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina en eftir leik voru þó flestir að tala um áflog þeirra Amen Thompson og Tyler Herro. Þeir Thompson og Herro byrjuðu að kítast þegar boltinn var ekki í leik og endaði það með því að Thompson henti Herro í jörðina áður en flestallir leikmenn liðanna hópuðust að til að stöðva áflogin. Amen Thompson and Tyler Herro fight 👀 pic.twitter.com/VGp1KBXzJH— NBACentral (@TheDunkCentral) December 30, 2024 NBA-deildin hefur nú dæmt Thompson í tveggja leikja bann en Herro fékk 25.000 dollara sekt. Fyrrum leikmaður Houston Rockets, Vernon Maxvell, hefur nú tjáð sig um atvikið og sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn. Sakar hann forráðamenn NBA-deildarinnar um að vera á móti Houston Rockets og tekst auk þess að draga rapparann Machine Gun Kelly inn í umræðuna. 2 game suspension for Amen. 25k fine and no suspension for the instigator MGK. The league has never liked Houston and they must have a thing for skinny white kids that can’t rap.— Vernon Maxwell (@VernonMaxwell11) December 31, 2024 „Tveggja leikja bann á Amen, 25 þúsund dollara sekt og ekkert bann á hvatamanninn MGK. NBA-deildin hefur aldrei fílað Houston og þeir hljóta að vera hrifnir af horuðum hvítum strákum sem geta ekki rappað,“ skrifaði Maxvell en þetta var ekki í eina skiptið sem hann líkti Tyler Herro við Machine Gun Kelly. Þegar atvikið átti sér stað í leiknum skrifaði hann að „einhver þyrfti að segja Machine Gun Kelly að láta Amen Thompson í friði.“ Amen Thompson er síður en svo fyrsti leikmaður Houston Rockets sem lætur hnefana tala á vellinum. Rockets leikmaðurinn fyrrverandi Hakeem Olajuwon gerði það í nokkur skipti á sínum frábæra ferli og stjórnandi hlaðvarpsins The Bradeaux & Will Show, sem fjallar um lið Rockets, sagði Thompson vera að gera það sem hann þyrfti til að verða gosögn hjá félaginu. Amen doing what it takes to become a Rockets legend. pic.twitter.com/G3954ROMtJ https://t.co/EsnLWi37cB— Bradeaux (@BradeauxNBA) December 30, 2024
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira