Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar 2. janúar 2025 16:01 Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun