Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:01 Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar