Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2024 17:38 Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Lee Jin-wook/AP Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air. Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air.
Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06