Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2024 16:57 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið. Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira