Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2024 16:57 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið. Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira