Parið hefur deilt myndum úr fríiinu með fylgjendum sínum á Instagram. Lennon og Guðný Ósk hafa verið að hittast undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra.

Guðný Ósk er búsett í Vestmanneyjum þar sem hún starfar sem skrifstofukona.
Lennon er markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi en hann hætti að spila fótbolta í byrjun árs og snéri sér alfarið að þjálfun. Lennon greindi frá ákvörðuninni í viðtali við Fótbolta.net þann 13. febrúar. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta ferilsins sem hann byrjaði hjá skoska stórveldinu Rangers.

Í byrjun árs var greint frá því að Lennon og sambýliskona hans til níu ára, Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, væru hætt saman. Saman eiga þau einn dreng.
Guðný Ósk var um árabil í sambandi með knattspyrnumanninum Eiði Aroni Sigurbjörnssyni. Saman eiga þau tvö börn.