Wembanyama var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í leik kvöldsins og skoraði 42 stig ásamt því að taka 18 fráköst fyrir gestina.
Það dugði þó skammt því Mikal Bridges var einnig í stuði í liði New York Knicks og skoraði 41 stig fyrir heimamenn.
Wembanyama og félagar höfðu yfirhöndina framan af leik og leiddu með sjö stigum þegar öðrum leikhluta lauk og liðin gengu inn í hálfleikshlé. Heimamenn í New York Knics snéru dæminu hins vegar sér í vil í þriðja leikhluta og náðu fjögurra stiga forskoti fyrir lokasprettinn.
Liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum, en að lokum voru það heimamenn í New York Knicks sem höfðu betur, 117-114.