Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2024 14:24 Neytendur nikótínpúða hafa verið með böggum hildar vegna væntanlegrar verðhækkunar á þeim með tilkomu nýs gjald á nikótínvörur. Vísir/Egill Nýtt gjald á rafrettur og nikótínpúða, hækkun barnabóta og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip er á meðal helstu breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramótin. Breytingarnar eru almennt sagðar minni en verðbólga á árinu. Engar breytingar verða á tekjuskattsprósentu eða hámarksútsvari sveitarfélaga á milli ára. Viðmiðunarfjárhæðir þrepamarka tekjuskatts einstaklinga hækkar um 5,8 prósent. Tekjuskattur lögaðila lækkar um eitt prósentustig en álagningarprósentan var hækkuð tímabundið fyrir þetta tekjuár. Skatthlutfallið verður tuttugu prósent á næsta tekjuári fyrir hluta- og einkahlutafélög. Barnabætur hækka á milli ára með hækkun grunnfjárhæða og skerðingarmarka til samræmis við þróun verðlags og launa. Þá verða barnabætur fyrirframgreiddar á fæðingarári barns frá og með næsta ári, að því er kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um breytingarnar. 2,25 prósentustigum minna en hækkun verðlags Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak hækka um 2,5 prósent um áramótin en verðbólga síðasta árið var 4,75 prósent. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti hækkar aftur á móti um 59 prósent. Engar breytingar eru gerðar á kílómetragjaldi sem er lagt á hreinorku- og tengiltvinnbíla. Ekkert varð úr kílómetragjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar sem til umræðu var á þingi. Almennt vörugjald á bensíni hækkar þannig um innan við eina krónu á lítra en olíugjald um tæpar tvær krónur. Áfengisgjald á bjór hækkar um 3,70 krónur og verður 150,85 krónur á hvern sentílítra af vínanda í lítra eftir áramót. Á léttvíni hækkar gjaldið um 3,35 krónur og verður 137,4 krónur á sentílítra. Sterkt vín hækkar um 4,55 krónur á sentílítra og verður áfengisgjaldið á það 185,95 krónur eftir breytinguna. Tóbaksgjald á vindlinga hækkar um 15,10 krónur á stykki og á neftóbak um 0,85 krónur á gramm. Áfengisgjald á brennt vín hækkar um rúmlega fjóra og hálfa krónu á sentílítra vínanda í hverjum lítra 1. janúar 2025.Vísir/Vilhelm Dýrari nikótínvörur Gjald verður nú í fyrsta skipti tekið af svonefndum nikótínvörum: rafrettum og nikótínpúðum. Neysla á þeim hefur aukist verulega, sérstaklega á meðal yngra fólks. Gjaldið nemur átta til tuttugu krónum á hvert gramm eftir styrkleika nikótíns í vörunum. Á rafrettuvökva verður lagt gjald frá fjörutíu og upp í sextíu krónur á hvern millilítra eftir styrk. Virðisaukaskattur aftur á hefðbundin reiðhjól Búast má við því að almenn reiðhjól hækki umtalsvert í verði á næsta ári. Undanfarin fimm ár hefur verið heimilt að fella niður virðisaukaskatt af ýmsum gerðum hjóla, þar á meðal hefðbundnum reiðhjólum. Sú heimild rennur út um áramótin og þá mun 24 prósent virðisaukaskattur aftur leggjast á reiðhjól. Kaupendur rafhjóla eiga að geta sótt um styrki í gegnum Orkusjóð en enn er unnið að útfærslu þeirra styrkja. Eftir fimm ára hlé leggst 24 prósent virðisaukaskattur aftur á sölu almennra reiðhjóla um áramótin.Vísir/Vilhelm Þriðjungshækkun gistináttaskatts Töluverðar breytingar verða fyrir ferðaþjónustuna þegar nýtt ár rennur upp en þá hækkar gistináttaskattur fyrir hverja selda gistinótt um þriðjung, hvort sem er í íbúð, hótelherbergi, svefnpokaplássi eða stæði á tjaldsvæði. Á tjaldstæðum fer skatturinn úr 300 krónum í 400 en annars staðar hækkar hann úr 600 krónum í 800 krónur á hvern farþega. Þá verður tekið upp nýtt innviðagjald sem skemmtiferðaskip í millilandasiglingum þurfa að greiða í staðinn fyrir gistináttaskattinn. Það verður 2.500 krónur á hvern farþega fyir hvern byrjaðan sólarhring sem skip dvelur innan lögsögunnar. Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Áfengi Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Ferðaþjónusta Hjólreiðar Rekstur hins opinbera Tóbak Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Engar breytingar verða á tekjuskattsprósentu eða hámarksútsvari sveitarfélaga á milli ára. Viðmiðunarfjárhæðir þrepamarka tekjuskatts einstaklinga hækkar um 5,8 prósent. Tekjuskattur lögaðila lækkar um eitt prósentustig en álagningarprósentan var hækkuð tímabundið fyrir þetta tekjuár. Skatthlutfallið verður tuttugu prósent á næsta tekjuári fyrir hluta- og einkahlutafélög. Barnabætur hækka á milli ára með hækkun grunnfjárhæða og skerðingarmarka til samræmis við þróun verðlags og launa. Þá verða barnabætur fyrirframgreiddar á fæðingarári barns frá og með næsta ári, að því er kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um breytingarnar. 2,25 prósentustigum minna en hækkun verðlags Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak hækka um 2,5 prósent um áramótin en verðbólga síðasta árið var 4,75 prósent. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti hækkar aftur á móti um 59 prósent. Engar breytingar eru gerðar á kílómetragjaldi sem er lagt á hreinorku- og tengiltvinnbíla. Ekkert varð úr kílómetragjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar sem til umræðu var á þingi. Almennt vörugjald á bensíni hækkar þannig um innan við eina krónu á lítra en olíugjald um tæpar tvær krónur. Áfengisgjald á bjór hækkar um 3,70 krónur og verður 150,85 krónur á hvern sentílítra af vínanda í lítra eftir áramót. Á léttvíni hækkar gjaldið um 3,35 krónur og verður 137,4 krónur á sentílítra. Sterkt vín hækkar um 4,55 krónur á sentílítra og verður áfengisgjaldið á það 185,95 krónur eftir breytinguna. Tóbaksgjald á vindlinga hækkar um 15,10 krónur á stykki og á neftóbak um 0,85 krónur á gramm. Áfengisgjald á brennt vín hækkar um rúmlega fjóra og hálfa krónu á sentílítra vínanda í hverjum lítra 1. janúar 2025.Vísir/Vilhelm Dýrari nikótínvörur Gjald verður nú í fyrsta skipti tekið af svonefndum nikótínvörum: rafrettum og nikótínpúðum. Neysla á þeim hefur aukist verulega, sérstaklega á meðal yngra fólks. Gjaldið nemur átta til tuttugu krónum á hvert gramm eftir styrkleika nikótíns í vörunum. Á rafrettuvökva verður lagt gjald frá fjörutíu og upp í sextíu krónur á hvern millilítra eftir styrk. Virðisaukaskattur aftur á hefðbundin reiðhjól Búast má við því að almenn reiðhjól hækki umtalsvert í verði á næsta ári. Undanfarin fimm ár hefur verið heimilt að fella niður virðisaukaskatt af ýmsum gerðum hjóla, þar á meðal hefðbundnum reiðhjólum. Sú heimild rennur út um áramótin og þá mun 24 prósent virðisaukaskattur aftur leggjast á reiðhjól. Kaupendur rafhjóla eiga að geta sótt um styrki í gegnum Orkusjóð en enn er unnið að útfærslu þeirra styrkja. Eftir fimm ára hlé leggst 24 prósent virðisaukaskattur aftur á sölu almennra reiðhjóla um áramótin.Vísir/Vilhelm Þriðjungshækkun gistináttaskatts Töluverðar breytingar verða fyrir ferðaþjónustuna þegar nýtt ár rennur upp en þá hækkar gistináttaskattur fyrir hverja selda gistinótt um þriðjung, hvort sem er í íbúð, hótelherbergi, svefnpokaplássi eða stæði á tjaldsvæði. Á tjaldstæðum fer skatturinn úr 300 krónum í 400 en annars staðar hækkar hann úr 600 krónum í 800 krónur á hvern farþega. Þá verður tekið upp nýtt innviðagjald sem skemmtiferðaskip í millilandasiglingum þurfa að greiða í staðinn fyrir gistináttaskattinn. Það verður 2.500 krónur á hvern farþega fyir hvern byrjaðan sólarhring sem skip dvelur innan lögsögunnar.
Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Áfengi Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Ferðaþjónusta Hjólreiðar Rekstur hins opinbera Tóbak Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08
Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45