Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:03 Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun