Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2024 09:00 Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana. Ástæðan fyrir því sést samt nokkuð bersýnilega á lista Box office mojo yfir tekjuhæstu myndir ársins. Sé rennt yfir listann sést að efsta „frumlega“ kvikmyndin, sem er ekki framhaldsmynd, endurgerð eða byggir á fyrirframmótuðum söguheimi eða bók eða leikriti, er myndin IF og hún er í 22. sæti yfir tekjuhæstu myndir ársin. Það er mynd með Ryan Reynolds í aðalhlutverki og er hún hugarsmíði John Krasinski, sem leikur einnig í henni. Hún fjallar um ímyndaða vini ungrar stúlku sem er að ganga í gegnum erfiða tíma og er barnamynd. Fín mynd. Áhorfendur virðast ekki tilbúnir til taka séns á kvikmyndum í bíó. Það þarf mögulega að breytast, áður en við förum að fá frumlegar og í senn góðar myndir aftur. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar helstu myndum ársins. Hvort sem þær voru bestar, stærstar, verstar eða misheppnaðar fjárhagslega. Bestu myndirnar hjá Tveimur á toppnum Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður, kvikmyndagagnrýnandi og annar þáttastjórnanda hlaðvarpsins Tveir á toppnum, með Oddi Ævari Gunnarssyni, var fenginn til að taka saman sínar fimm bestu myndir ársins. Tóti hefur verið kvikmyndagagnrýnandi í rúma tvo áratugi og segir vissan fyrirvara fylgja lista sínum. Hann sé á skjön við lista allra helstu og marktækustu fjölmiðla heims yfir bestu myndir ársins og það sé að miklu leyti vegna þess að myndir sem teknar voru fyrir í hlaðvarpinu séu í ákveðnum forgangi. „Þar fyrir utan er ég bara orðinn svo gamall og líf mitt farið að styttast svo í annan endann að ég bara get ómögulega verið að eyða tíma í að eltast við einhverjar voða djúpar og artí myndir sem heilla helst menningarsnobbara og fólk sem þykist vera gáfaðara en það í raun og veru er,“ segir Tóti. „Nú orðið horfi ég því fyrst og fremst í skemmtanagildið og geri helst kröfur um hasar, spennu, manndráp, hrylling og almennan töffaraskap.“ Deadpool & Wolverine „Kannski ekki „besta“ mynd ársins í hefðbundnum skilningi en hún er klárlega sú skemmtilegasta. Deadpool & Wolverine er líka dýpri en ætla mætti í fyrstu og undir öllu ruglinu, bullinu og ofbeldinu leynist hárbeitt samfélagsádeila. Leikararnir eru líka upp til hópa í banastuði með góðan húmor fyrir sjálfum sér og keyrslan slík að ég hef ekki skemmt mér jafn vel í bíó árum saman og ég gerði yfir Deadpool & Wolverine.“ The Substance „Ein umtalaðasta mynd ársins á verðugt erindi inn á lista yfir bestu myndirnar 2024. Hávaði og upphrópanir um meint yfirlið og uppköst yfir The Substance hafa mögulega skyggt aðeins á það sem skiptir mestu máli. Að þetta er frábær líkamshrollur, löðrandi í vísunum í meistara Lynch, Cronenberg og Hitchcock. Ógeðsleg er hún vissulega en fyrst og fremst bráðfyndinn og skemmtileg ádeila á æskudýrkun og hversu fólk er almennt miklir fávitar. Þar fyrir utan hef ég verið #TeamDemiMoore síðan ég sá hana fyrst 1984 í Blame it on Rio. Geggjað að sjá hana taka djarfa ákvörðun um að taka að sér hlutverk í þessu furðuverki með jafn frábærum árangri og subbuleg raun ber vitni.“ Blink Twice „Þessi er kannski óvæntasta snilldin á þessu ári. Ferlega sniðugur spennutryllir sem hittir lóðbeint inn í slaufunarkúltúrsjokkið á hárréttu augnabliki. Útpæld leikstjórnarfrumraun Zoe Kravitz sem er alveg upp á 9,5 og ekki spillir fyrir að leikararnir eru hver öðrum betri með Naomi Ackie, spes Channing Tatum og gamla skúnkinn Christian Slater fremst meðal jafningja.“ Saltburn „Saltburn kom svo snemma á árinu að hætt er við því að fólk sé búið að gleyma henni. Höldum því þá til haga og minnum hér á að þetta er klárlega með mest upplífgandi myndum ársins. Bráðsniðugur snúningur á margþvælda skikkópataklisju sem bergmálar af The Talented Mr. Ripley og lyftir sér langt upp yfir drullupoll meðalmennskunnar með markvissum vísunum í Brideshead Revisited eftir Evelyn Waugh. Barry Keoghan sýnir heldur betur hvað í honum býr í hlutverki patans og Rosamund Pike og Richard E. Grant stela senum, eins og þeirra er von og vísa, eins og enginn sé morgundagurinn. Rúsínan í þessum sjúka pylsuenda er svo Jacob Elordi sem er beinlínis vandræðalega fagur. Að öllu þessu sögðu er rétt að bæta við að ógeðslega erótísk senan þar sem Keoghan staupar sig á notuðu baðvatni Elordi og lokaatriðið þar sem hann dansar nakinn við undirleik Sophie Ellis-Bextor og Murder on the Dancefloor hefðu einar og sér dugað til þess að koma Saltburn á blað.“ Strange Darling „Ég væri í óraunverulegu ósamræmi við sjálfan mig ef mér tækist ekki að troða í það minnsta einni alvöru hryllingsmynd inn á Topp 5 listann. Þetta ár hefur verið okkur hryllingsfílkunum býsna gott en þar sem andlegur leiðtogi minn, Stephen King, hefur lýst yfir að Strange Darling sé besti hrollur sem hann hefur séð lengi læt ég hann ráða valinu. Enda alveg sérdeilis prýðileg raðmorðingjamynd þar sem frásagnarmátinn og brengluð tímalínan halda manni í óvissu og þrúgandi efa allt til enda. Hryllingsmynd sem tekst er góð hryllingsmynd. Flóknara er það nú ekki.“ Tekjuhæstu myndir ársins Yfirlit yfir nokkrar af tekjuhæstu myndum ársins má finna hér að neðan. Listinn byggir á upplýsingum frá Box Office Mojo. Inside Out 2 Teiknimyndin Inside Out 2 er tekjuhæsta mynd ársins og er hún með töluvert forskot á myndina í öðru sæti. Þessi mynd fjallar um stúlkuna Riley, eða nánar tiltekið tilfinningar hennar, þegar hún elst upp og verður að táningi. Eðli málsins samkvæmt hefur það mikil áhrif á tilfinningar hennar, sem þurf að þróast með henni eða eiga á hættu að verða skipt út. Leikstjóri myndarinnar er Kelsey Mann og í aðalhlutverkum eru þau Amy Poehler, Maya Hawke, Kensington Tallman, Liza Lapira, Tony Hale og Lewis Black. Þegar þetta er skrifað, 20. desember, hafði myndin halað inn 1,7 milljörðum dala, sem samsvarar um 236 milljörðum króna. Deadpool & Wolverine Þriðja myndin um Deadpoole, málaliðan málglaða, með Ryan Reynolds, leikaranum málglaða, í aðalhlutverki er næst tekjuhæsta mynd ársins. Að þessu sinni fékk Reynolds stórleikarann Hugh Jackman til að setja á sig adamantiumklærnar á nýjan leik og bregða sér í hlutverk Jarfans, eða Wolverine, aftur. Eins og gengur og gerist í ofurhetjumyndum er allur alheimurinn í húfi hjá þeim félögum sem þurfa að taka höndum saman, þrátt fyrir að samband þeirra hafi farið heldur betur illa af stað. Leikstjóri myndarinnar var Shawn Levy. Deadpool & Wolverine halaði inn 1,3 milljörðum dala, sem samsvarar um 180 milljörðum króna. Despicable Me 4 Teiknimyndir gerðu gott mót þetta árið og er fjórða myndin um dusilmennið Gru og gula skósveina hans í þriðja sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Gru hefur nú eignast son og þarf hann að mæta nýjum óvini og kærustu hans. Mikil óreiða fylgir og mikil læti. Leikstjórarnir eru Chris Renaud og Patrick Delage. Í aðalhlutverkum eru þau Steve Carell, Kristen Wiig, Pierre Coffin, Joey King, Will Ferrell og Sofia Vergara. Despicable Me 4 halaði inn 970 milljónum dala, sem samsvarar um 135 milljörðum króna. Moana/Vaiana 2 Í fjórða sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins er teiknimyndin Moana eða Vaiana 2. Þremur árum eftir að Moana lauk fyrsta ævintýri sínu þar hún aftur að taka á honum stóra sínum og fara í nýja siglingu um Kyrrahafið. Það er eftir að hún fær senda sýn frá forfeðrum sínum og tekur við nýtt heljarinnar ævintýri. Leikstjórarnir eru þrír: David G. Derrick Jr., Jason Hand og Dana Ledoux Miller. Í aðalhlutverkum eru þau Auli'i Cravalho og Dwayne Johnson. Myndin halaði um 718 milljónum dala inn í kvikmyndahúsum heimsins, sem samsvarar um hundrað milljörðum króna. Dune: Part Two Paul Atreides sneri aftur á árinu í myndinni Dune: Part Two, framhaldsmynd Dune: Part One, eftir Denis Villeneuve. Í þessari mynd þarf Paul að læra að lifa sem Fremen á Arrakis og reyna að sigra Harkonen-fjölskylduna. Í aðalhlutverkum eru þau Timothée Chalamet, Zendaya, Rebecca Ferguson, Javier Bardem, Josh Brolin, Austin Butler og fleiri. Dune: Part Two halaði inn 714 milljónum dala, sem samsvarar rétt tæplega hundrað milljörðum króna. Helstu íslensku myndirnar Ljósbrot Myndin Ljósbrot fjallar um hana Unu og það þegar líf hennar snýst á hliðina og gerist myndin á einum degi. Leikstjóri myndarinnar er Rúnar Rúnarsson. Í aðalhlutverkum eru þau Elín Hall, katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Ágúst Wigum og fleiri. Ljósvíkingar Myndin Ljósvíkingar fjallar um tvo gamla vini sem reka veitingastað á Ísafirði saman. Annar þeirra stígur þá fram sem trans kona og reynir það nokkuð á vináttuna. Leikstjóri er Snævar Sölvason og þau Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks eru í aðalhlutverkum. Snerting Snerting segir frá Kristófer, sjötugum ekkli sem kominn er á eftirlaun. Hann leggur upp í ferðalag, þegar heimsfaraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans. Leikstjóri er Baltasar Kormákur og í aðalhlutverkum eru Egil Ólafsson, Kôki, Pálmi Kormákur Baltasarsson og Masahiro Motoki. Topp tíu möst Topp tíu möst fjallar um miðaldra konu og flóttafanga sem þurfa saman að verðast þvers og kruss um landið. Myndin er gamanmynd með alvarlegu ívafi. Leikstjóri er Ólöf Birna Torfadóttir og í aðalhlutverkum eru þær Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir. Fullt hús Fullt hús er gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Staðan er svo slæm að hljómsveitin er tilbúin að fremja hvaða svívirðilega glæp sem er til að halda góða tónleika. Leikjstjóri er Sigurjón Kjartansson en fjöldi þjóðþekktra leikara koma fyrir í myndinni. Á meðal þeirra eru Hilmir Snær Guðnason, Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Gylfason, Guðjón Davíð Karlsson, Vivian Ólafsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jón Gnarr, Eggert Þorleifsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Stærstu „flopp“ ársins Þær eru margar kvikmyndirnar á ári hverju sem vekja alls ekki jafn mikla lukku og vonast var til. Hér að neðan má sjá nokkar helstu myndir ársins sem „floppuðu“ eins og það er kallað. Megalopolis Francis Ford Coppola tók mikla áhættu á árinu og þegar hann gaf út myndina Megalopolis. Myndina fjármagnaði hann að miklu leyti úr eigin vasa. Myndin fjallar í einföldu máli um Cesar og baráttu hans við Franklyn Cicero, borgarstjóra Nýju Rómar, ímyndaðrar borgar sem myndin gerist í. Á milli þeirra er svo Julia Cicero, sem elskar Cesar en er dóttir Cicero. Hugmyndin er sögð snúast um að finna hliðstæður hjá Bandaríkjum nútímans og Rómarveldis. Myndin var frumsýnd í haust en fjarlægja þurfti stiklu myndarinnar þar sem notast hafði verið við falskar tilvísanir í gagnrýnendur. Framleiðsla Megalopolis er talin hafa kostað um 120 milljónir dala. Hún halaði þó eingöngu inn tæpum 13,9 milljónum. Argylle Argylle hafði alla burði til að verða einn af smellum ársins. Hún fjallar um rithöfund sem flækist inn í mjög hættulega atburðarrás þegar njósnasamtök sjá að söguþráður nýrrar bókar hennar endurspeglar raunverulega atburði. Myndin státaði fjölda mikið þekktra leikara eins og Bryce Dallas Howard, Sam Rockwell, Henry Cavill, Bryan Cranston, John Cena og þar að auki var tónlistarkonan Dua Lipa í myndinni. Argylle vakti þó lítinn áhuga í kvikmyndahúsum. Talið er að framleiðsla Argylle hafi kostað um tvö hundruð milljónir dala. Hún halaði þó ekki inn nema 96 milljónum í kvikmyndahúsum. Það telst varla hræðilegt en er hefur líklega komið framleiðendum hennar á óvart, þar sem myndin var svo stjörnum prýdd. Joker: Folie a Deux Fyrsta myndin með Jaquin Phoenix í hlutverki Arthur Fleck, eða Jókersins, sló í gegn þegar hún kom út á sínum tíma. Miklar vonir voru bundnar við framhaldsmynd þar sem Lady Gaga lék Lee Quinzel eða Harley Quinn. Framleiðslukostnaður framhaldsmyndarinnar var mun meiri en kostnaður þeirrar fyrri en myndin var þó söngleikur og gerði í stuttu máli sagt ekki gott mót. Í frétt Forbes kemur fram að framleiðsla Joker: Folie à Deux kostaði um tvö hundruð milljónir dala og að um hundrað milljónum til viðbótar hafi verið varið í auglýsingar og kynningu. Fregnir hafa borist af því að myndin hefði þurft að hala um 350 milljónum til 450 til að koma út á jöfnu. Það gerði hún ekki. Í heildina halaði myndin inn rúmum 206 milljónum dala. Borderlands Á undanförnum árum hefur nokkrum sinnum tekist að sýna fram á að kvikmyndir og þættir sem byggja á vinsælum tölvuleikjum þurfa ekki að sjúga súran afturenda. Myndin Borderlands hefur ein síns liðs séð til þess að þessi þróun er komin alfarið aftur á byrjunarreit. Einhvern veginn tókst framleiðendum myndarinnar að gera alla óánægða hvort sem þeir voru aðdáendur leikjanna fyrir eða ekki. Myndin fékk hræðilega dóma og náði aldrei flugi, þó henni væri leikstýrt af Eli Roth og með Kate Blanchet, Kevin Hart og fleiri stjörnur í aðalhlutverkum. Framleiðsla Borderlands er talin hafa kostað um 170 milljónir dala. Hún halaði þó einungis inn um 33 milljónum. Horizon: An American Saga Annar gamalreyndur kvikmyndagerðamaður sem veðjaði miklu á sjálfan sig á árinu, og misheppnaðist hrapalega, var Kevin Costner. Horizon: An American Saga er fyrsta myndin af fjórum sem Costner fjármagnaði að miklu leyti sjálfur en hann skrifaði einnig handrit myndanna, leikur aðalhlutverkið og leiksstýrði þeim. Sjá einnig: Costner veðjar öllu á sjálfan sig Talið er að fyrstu tvær myndirnar hafi kostað um hundrað milljarða dala í framleiðslu. Sú fyrsta halaði þó eingöngu inn um 38,2 milljónum og var útgáfu annarrar myndarinnar frestað fram á næsta ár. Upprunalega stóð til að frumsýna myndirnar með tveggja mánaða millibili. Verstu myndir ársins Margar myndir sem framleiddar voru á árinu voru einfaldlega hræðilegar. Hér er stiklað á stóru yfir nokkar þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi og er ekki í neinni sérstakri röð. The Crow Endurgerð myndarinnar The Crow frá 1994, sem byggði á teiknimyndasögu James O‘Barr, hefur gengið í gegnum erfitt framleiðsluferli. Reynt hefur verið að endurgera myndina í mörg ár og eru flestir sammála um að nú þegar því er lokið, að best hefði verið að sleppa því. Bill Skarsgård tók að sér hlutverk krákunnar og það verkefni að snúa aftur frá dauðum og hefna fyrir morð á sér og sálufélaga sínum, sem leikin var af söngkonunni FKA twigs. Myndin er með 22 prósent í einkunn hjá gagnrýnendum, samkvæmt Rotten Tomatoes. Almennir áhorfendur gefa henni þó, einhverra hluta vegna, 63 prósent. Madame Web Stundum eru gefnar út kvikmyndir sem enginn virðist hafa áhuga á. Í tilfelli Madame Web virðist það bæði eiga við hjá áhorfendum og þeim sem léku í myndinni og komu að því að gera hana. Dakota Johnson tók að sér að leika „hetjuna“ í myndinni sem er sjúkraflutningamaður sem getur stundum séð fram í tímann og komið í veg fyrir slys. Það er verst að hún hafi ekki getað komið í veg fyrir útgáfu myndarinnar! Sjálfsfimma! Sydney Sweeney er einnig í myndinni, auk annars fólks. Gagnrýnendur hötuðu þessa mynd en hún er með eingöngu ellefu prósent í einkunn hjá Rotten Tomatoes. Aftur virðast áhorfendur þó annarrar skoðunar og gefa myndinni 56 prósent. Lumina Myndin Lumina, er ein versta mynd ársins, samkvæmt gagnrýnendum og er eina mynd ársins sem nær ekki í tíu í einkunn hjá Metacritic. Í einföldu máli sagt fjallar myndin um fjóra vini í leit að fimmta vininum sem var rænt og fluttur í neðanjarðar herstöð. Við það komast þau á slóðir umfangsmikil samsæris og sem breytir lífi þeirra að eilífu. Myndin virðist nokkurs konar samblanda vísindaskáldskapar, hryllingsmyndar og grínmyndar en Lumina þykir svo hræðileg mynd að hún verður eiginlega áhugaverð fyrir vikið. Svo leikur Eric Roberts talandi kött! Gagnrýnandi RogerEbert segir myndina vera svo hræðilega illa gerða að það hljóti að vera gert vísvitandi. Einhvern veginn er Lumina með núll prósent á Rotten Tomatoes en hún er með 2,2 af tíu mögulegum þegar nánar er rýnt í ummæli gagnrýnenda. Áhorfendur sýna enn og aftur að þeir eru … öðruvísi … og gefa myndinni 78 prósent. Reagan Ævisögumyndin Reagan, sem fjallar um bandaríska forsetann Richard Nixon, djók! Hún fjallar auðvitað um Ronald Reagan og þykir vond mynd. Scott Stapp úr Creed leikur reyndar Frank Sinatra, svo það er erfitt að ímynda sér að Reagan sé slæm mynd en gagnrýnendur virðast þó sammála um það. Dennis Quaid setur sig í spor forsetans fyrrverandi og þykir hann standa sig með prýði. Myndin sjálf þykir þó ekki nægilega djúp og mjög svo einhliða í lofi á Reagan. Gagnrýnendur gefa henni átján prósent samkvæmt Rotten Tomatoes en áhofendur eru þó ekki sammála. Hjá almenningi er myndin nefnilega með 98 prósent en þar hafa fleiri en fimm þúsund manns gefið henni einkunn, sem er töluvert meira en gengur og gerist, og hafa lang flestir gefið henni fimm stjörnur af fimm. Nú er ómögulegt að staðhæfa en það læðist að manni grunur um að pólitískar skoðanir fólks hafi spilað þarna inn í. Poolman Chris Pine gerði sína fyrstu tilraun til að leikstýra kvikmynd með myndinni Poolman. Þar leikur hann sjálfur aðalhlutverkið, eða miðaldra sundlaugahreinsitækni í Los Angeles og flækist hann inn í skuggalega viðskiptasamninga og pólitískt samsæri, held ég. Eins og allir aðrir hef ég ekki séð þessa mynd. Þeir gagnrýnendur sem hafa séð hans, eru flestir sammála um að myndin sé einhver sú leiðinlegasta sem þeir hafa séð. Einn segir til að mynda að þó að myndin sé einungis hundrað mínútna löng, gerist nákvæmlega ekkert í 99 mínútur. Annar segir fólki að spara sér tíma og horfa frekar á Chinatown, Big Lebowski eða Inherent Vice. Gagnrýnendur gefa Poolman 24 prósent, samkvæmt Rotten Tomatoes. Í þessu tilfelli hafa fleiri gagnrýnendur en óbreyttir borgarar gefið myndinni einkunn, sem er áhugavert og til marks um að fáir hafi séð hana. Færri en fimmtíu borgarar gefa myndinni tuttugu prósent. Fréttir ársins 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ástæðan fyrir því sést samt nokkuð bersýnilega á lista Box office mojo yfir tekjuhæstu myndir ársins. Sé rennt yfir listann sést að efsta „frumlega“ kvikmyndin, sem er ekki framhaldsmynd, endurgerð eða byggir á fyrirframmótuðum söguheimi eða bók eða leikriti, er myndin IF og hún er í 22. sæti yfir tekjuhæstu myndir ársin. Það er mynd með Ryan Reynolds í aðalhlutverki og er hún hugarsmíði John Krasinski, sem leikur einnig í henni. Hún fjallar um ímyndaða vini ungrar stúlku sem er að ganga í gegnum erfiða tíma og er barnamynd. Fín mynd. Áhorfendur virðast ekki tilbúnir til taka séns á kvikmyndum í bíó. Það þarf mögulega að breytast, áður en við förum að fá frumlegar og í senn góðar myndir aftur. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar helstu myndum ársins. Hvort sem þær voru bestar, stærstar, verstar eða misheppnaðar fjárhagslega. Bestu myndirnar hjá Tveimur á toppnum Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður, kvikmyndagagnrýnandi og annar þáttastjórnanda hlaðvarpsins Tveir á toppnum, með Oddi Ævari Gunnarssyni, var fenginn til að taka saman sínar fimm bestu myndir ársins. Tóti hefur verið kvikmyndagagnrýnandi í rúma tvo áratugi og segir vissan fyrirvara fylgja lista sínum. Hann sé á skjön við lista allra helstu og marktækustu fjölmiðla heims yfir bestu myndir ársins og það sé að miklu leyti vegna þess að myndir sem teknar voru fyrir í hlaðvarpinu séu í ákveðnum forgangi. „Þar fyrir utan er ég bara orðinn svo gamall og líf mitt farið að styttast svo í annan endann að ég bara get ómögulega verið að eyða tíma í að eltast við einhverjar voða djúpar og artí myndir sem heilla helst menningarsnobbara og fólk sem þykist vera gáfaðara en það í raun og veru er,“ segir Tóti. „Nú orðið horfi ég því fyrst og fremst í skemmtanagildið og geri helst kröfur um hasar, spennu, manndráp, hrylling og almennan töffaraskap.“ Deadpool & Wolverine „Kannski ekki „besta“ mynd ársins í hefðbundnum skilningi en hún er klárlega sú skemmtilegasta. Deadpool & Wolverine er líka dýpri en ætla mætti í fyrstu og undir öllu ruglinu, bullinu og ofbeldinu leynist hárbeitt samfélagsádeila. Leikararnir eru líka upp til hópa í banastuði með góðan húmor fyrir sjálfum sér og keyrslan slík að ég hef ekki skemmt mér jafn vel í bíó árum saman og ég gerði yfir Deadpool & Wolverine.“ The Substance „Ein umtalaðasta mynd ársins á verðugt erindi inn á lista yfir bestu myndirnar 2024. Hávaði og upphrópanir um meint yfirlið og uppköst yfir The Substance hafa mögulega skyggt aðeins á það sem skiptir mestu máli. Að þetta er frábær líkamshrollur, löðrandi í vísunum í meistara Lynch, Cronenberg og Hitchcock. Ógeðsleg er hún vissulega en fyrst og fremst bráðfyndinn og skemmtileg ádeila á æskudýrkun og hversu fólk er almennt miklir fávitar. Þar fyrir utan hef ég verið #TeamDemiMoore síðan ég sá hana fyrst 1984 í Blame it on Rio. Geggjað að sjá hana taka djarfa ákvörðun um að taka að sér hlutverk í þessu furðuverki með jafn frábærum árangri og subbuleg raun ber vitni.“ Blink Twice „Þessi er kannski óvæntasta snilldin á þessu ári. Ferlega sniðugur spennutryllir sem hittir lóðbeint inn í slaufunarkúltúrsjokkið á hárréttu augnabliki. Útpæld leikstjórnarfrumraun Zoe Kravitz sem er alveg upp á 9,5 og ekki spillir fyrir að leikararnir eru hver öðrum betri með Naomi Ackie, spes Channing Tatum og gamla skúnkinn Christian Slater fremst meðal jafningja.“ Saltburn „Saltburn kom svo snemma á árinu að hætt er við því að fólk sé búið að gleyma henni. Höldum því þá til haga og minnum hér á að þetta er klárlega með mest upplífgandi myndum ársins. Bráðsniðugur snúningur á margþvælda skikkópataklisju sem bergmálar af The Talented Mr. Ripley og lyftir sér langt upp yfir drullupoll meðalmennskunnar með markvissum vísunum í Brideshead Revisited eftir Evelyn Waugh. Barry Keoghan sýnir heldur betur hvað í honum býr í hlutverki patans og Rosamund Pike og Richard E. Grant stela senum, eins og þeirra er von og vísa, eins og enginn sé morgundagurinn. Rúsínan í þessum sjúka pylsuenda er svo Jacob Elordi sem er beinlínis vandræðalega fagur. Að öllu þessu sögðu er rétt að bæta við að ógeðslega erótísk senan þar sem Keoghan staupar sig á notuðu baðvatni Elordi og lokaatriðið þar sem hann dansar nakinn við undirleik Sophie Ellis-Bextor og Murder on the Dancefloor hefðu einar og sér dugað til þess að koma Saltburn á blað.“ Strange Darling „Ég væri í óraunverulegu ósamræmi við sjálfan mig ef mér tækist ekki að troða í það minnsta einni alvöru hryllingsmynd inn á Topp 5 listann. Þetta ár hefur verið okkur hryllingsfílkunum býsna gott en þar sem andlegur leiðtogi minn, Stephen King, hefur lýst yfir að Strange Darling sé besti hrollur sem hann hefur séð lengi læt ég hann ráða valinu. Enda alveg sérdeilis prýðileg raðmorðingjamynd þar sem frásagnarmátinn og brengluð tímalínan halda manni í óvissu og þrúgandi efa allt til enda. Hryllingsmynd sem tekst er góð hryllingsmynd. Flóknara er það nú ekki.“ Tekjuhæstu myndir ársins Yfirlit yfir nokkrar af tekjuhæstu myndum ársins má finna hér að neðan. Listinn byggir á upplýsingum frá Box Office Mojo. Inside Out 2 Teiknimyndin Inside Out 2 er tekjuhæsta mynd ársins og er hún með töluvert forskot á myndina í öðru sæti. Þessi mynd fjallar um stúlkuna Riley, eða nánar tiltekið tilfinningar hennar, þegar hún elst upp og verður að táningi. Eðli málsins samkvæmt hefur það mikil áhrif á tilfinningar hennar, sem þurf að þróast með henni eða eiga á hættu að verða skipt út. Leikstjóri myndarinnar er Kelsey Mann og í aðalhlutverkum eru þau Amy Poehler, Maya Hawke, Kensington Tallman, Liza Lapira, Tony Hale og Lewis Black. Þegar þetta er skrifað, 20. desember, hafði myndin halað inn 1,7 milljörðum dala, sem samsvarar um 236 milljörðum króna. Deadpool & Wolverine Þriðja myndin um Deadpoole, málaliðan málglaða, með Ryan Reynolds, leikaranum málglaða, í aðalhlutverki er næst tekjuhæsta mynd ársins. Að þessu sinni fékk Reynolds stórleikarann Hugh Jackman til að setja á sig adamantiumklærnar á nýjan leik og bregða sér í hlutverk Jarfans, eða Wolverine, aftur. Eins og gengur og gerist í ofurhetjumyndum er allur alheimurinn í húfi hjá þeim félögum sem þurfa að taka höndum saman, þrátt fyrir að samband þeirra hafi farið heldur betur illa af stað. Leikstjóri myndarinnar var Shawn Levy. Deadpool & Wolverine halaði inn 1,3 milljörðum dala, sem samsvarar um 180 milljörðum króna. Despicable Me 4 Teiknimyndir gerðu gott mót þetta árið og er fjórða myndin um dusilmennið Gru og gula skósveina hans í þriðja sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Gru hefur nú eignast son og þarf hann að mæta nýjum óvini og kærustu hans. Mikil óreiða fylgir og mikil læti. Leikstjórarnir eru Chris Renaud og Patrick Delage. Í aðalhlutverkum eru þau Steve Carell, Kristen Wiig, Pierre Coffin, Joey King, Will Ferrell og Sofia Vergara. Despicable Me 4 halaði inn 970 milljónum dala, sem samsvarar um 135 milljörðum króna. Moana/Vaiana 2 Í fjórða sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins er teiknimyndin Moana eða Vaiana 2. Þremur árum eftir að Moana lauk fyrsta ævintýri sínu þar hún aftur að taka á honum stóra sínum og fara í nýja siglingu um Kyrrahafið. Það er eftir að hún fær senda sýn frá forfeðrum sínum og tekur við nýtt heljarinnar ævintýri. Leikstjórarnir eru þrír: David G. Derrick Jr., Jason Hand og Dana Ledoux Miller. Í aðalhlutverkum eru þau Auli'i Cravalho og Dwayne Johnson. Myndin halaði um 718 milljónum dala inn í kvikmyndahúsum heimsins, sem samsvarar um hundrað milljörðum króna. Dune: Part Two Paul Atreides sneri aftur á árinu í myndinni Dune: Part Two, framhaldsmynd Dune: Part One, eftir Denis Villeneuve. Í þessari mynd þarf Paul að læra að lifa sem Fremen á Arrakis og reyna að sigra Harkonen-fjölskylduna. Í aðalhlutverkum eru þau Timothée Chalamet, Zendaya, Rebecca Ferguson, Javier Bardem, Josh Brolin, Austin Butler og fleiri. Dune: Part Two halaði inn 714 milljónum dala, sem samsvarar rétt tæplega hundrað milljörðum króna. Helstu íslensku myndirnar Ljósbrot Myndin Ljósbrot fjallar um hana Unu og það þegar líf hennar snýst á hliðina og gerist myndin á einum degi. Leikstjóri myndarinnar er Rúnar Rúnarsson. Í aðalhlutverkum eru þau Elín Hall, katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Ágúst Wigum og fleiri. Ljósvíkingar Myndin Ljósvíkingar fjallar um tvo gamla vini sem reka veitingastað á Ísafirði saman. Annar þeirra stígur þá fram sem trans kona og reynir það nokkuð á vináttuna. Leikstjóri er Snævar Sölvason og þau Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks eru í aðalhlutverkum. Snerting Snerting segir frá Kristófer, sjötugum ekkli sem kominn er á eftirlaun. Hann leggur upp í ferðalag, þegar heimsfaraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans. Leikstjóri er Baltasar Kormákur og í aðalhlutverkum eru Egil Ólafsson, Kôki, Pálmi Kormákur Baltasarsson og Masahiro Motoki. Topp tíu möst Topp tíu möst fjallar um miðaldra konu og flóttafanga sem þurfa saman að verðast þvers og kruss um landið. Myndin er gamanmynd með alvarlegu ívafi. Leikstjóri er Ólöf Birna Torfadóttir og í aðalhlutverkum eru þær Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir. Fullt hús Fullt hús er gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Staðan er svo slæm að hljómsveitin er tilbúin að fremja hvaða svívirðilega glæp sem er til að halda góða tónleika. Leikjstjóri er Sigurjón Kjartansson en fjöldi þjóðþekktra leikara koma fyrir í myndinni. Á meðal þeirra eru Hilmir Snær Guðnason, Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Gylfason, Guðjón Davíð Karlsson, Vivian Ólafsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jón Gnarr, Eggert Þorleifsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Stærstu „flopp“ ársins Þær eru margar kvikmyndirnar á ári hverju sem vekja alls ekki jafn mikla lukku og vonast var til. Hér að neðan má sjá nokkar helstu myndir ársins sem „floppuðu“ eins og það er kallað. Megalopolis Francis Ford Coppola tók mikla áhættu á árinu og þegar hann gaf út myndina Megalopolis. Myndina fjármagnaði hann að miklu leyti úr eigin vasa. Myndin fjallar í einföldu máli um Cesar og baráttu hans við Franklyn Cicero, borgarstjóra Nýju Rómar, ímyndaðrar borgar sem myndin gerist í. Á milli þeirra er svo Julia Cicero, sem elskar Cesar en er dóttir Cicero. Hugmyndin er sögð snúast um að finna hliðstæður hjá Bandaríkjum nútímans og Rómarveldis. Myndin var frumsýnd í haust en fjarlægja þurfti stiklu myndarinnar þar sem notast hafði verið við falskar tilvísanir í gagnrýnendur. Framleiðsla Megalopolis er talin hafa kostað um 120 milljónir dala. Hún halaði þó eingöngu inn tæpum 13,9 milljónum. Argylle Argylle hafði alla burði til að verða einn af smellum ársins. Hún fjallar um rithöfund sem flækist inn í mjög hættulega atburðarrás þegar njósnasamtök sjá að söguþráður nýrrar bókar hennar endurspeglar raunverulega atburði. Myndin státaði fjölda mikið þekktra leikara eins og Bryce Dallas Howard, Sam Rockwell, Henry Cavill, Bryan Cranston, John Cena og þar að auki var tónlistarkonan Dua Lipa í myndinni. Argylle vakti þó lítinn áhuga í kvikmyndahúsum. Talið er að framleiðsla Argylle hafi kostað um tvö hundruð milljónir dala. Hún halaði þó ekki inn nema 96 milljónum í kvikmyndahúsum. Það telst varla hræðilegt en er hefur líklega komið framleiðendum hennar á óvart, þar sem myndin var svo stjörnum prýdd. Joker: Folie a Deux Fyrsta myndin með Jaquin Phoenix í hlutverki Arthur Fleck, eða Jókersins, sló í gegn þegar hún kom út á sínum tíma. Miklar vonir voru bundnar við framhaldsmynd þar sem Lady Gaga lék Lee Quinzel eða Harley Quinn. Framleiðslukostnaður framhaldsmyndarinnar var mun meiri en kostnaður þeirrar fyrri en myndin var þó söngleikur og gerði í stuttu máli sagt ekki gott mót. Í frétt Forbes kemur fram að framleiðsla Joker: Folie à Deux kostaði um tvö hundruð milljónir dala og að um hundrað milljónum til viðbótar hafi verið varið í auglýsingar og kynningu. Fregnir hafa borist af því að myndin hefði þurft að hala um 350 milljónum til 450 til að koma út á jöfnu. Það gerði hún ekki. Í heildina halaði myndin inn rúmum 206 milljónum dala. Borderlands Á undanförnum árum hefur nokkrum sinnum tekist að sýna fram á að kvikmyndir og þættir sem byggja á vinsælum tölvuleikjum þurfa ekki að sjúga súran afturenda. Myndin Borderlands hefur ein síns liðs séð til þess að þessi þróun er komin alfarið aftur á byrjunarreit. Einhvern veginn tókst framleiðendum myndarinnar að gera alla óánægða hvort sem þeir voru aðdáendur leikjanna fyrir eða ekki. Myndin fékk hræðilega dóma og náði aldrei flugi, þó henni væri leikstýrt af Eli Roth og með Kate Blanchet, Kevin Hart og fleiri stjörnur í aðalhlutverkum. Framleiðsla Borderlands er talin hafa kostað um 170 milljónir dala. Hún halaði þó einungis inn um 33 milljónum. Horizon: An American Saga Annar gamalreyndur kvikmyndagerðamaður sem veðjaði miklu á sjálfan sig á árinu, og misheppnaðist hrapalega, var Kevin Costner. Horizon: An American Saga er fyrsta myndin af fjórum sem Costner fjármagnaði að miklu leyti sjálfur en hann skrifaði einnig handrit myndanna, leikur aðalhlutverkið og leiksstýrði þeim. Sjá einnig: Costner veðjar öllu á sjálfan sig Talið er að fyrstu tvær myndirnar hafi kostað um hundrað milljarða dala í framleiðslu. Sú fyrsta halaði þó eingöngu inn um 38,2 milljónum og var útgáfu annarrar myndarinnar frestað fram á næsta ár. Upprunalega stóð til að frumsýna myndirnar með tveggja mánaða millibili. Verstu myndir ársins Margar myndir sem framleiddar voru á árinu voru einfaldlega hræðilegar. Hér er stiklað á stóru yfir nokkar þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi og er ekki í neinni sérstakri röð. The Crow Endurgerð myndarinnar The Crow frá 1994, sem byggði á teiknimyndasögu James O‘Barr, hefur gengið í gegnum erfitt framleiðsluferli. Reynt hefur verið að endurgera myndina í mörg ár og eru flestir sammála um að nú þegar því er lokið, að best hefði verið að sleppa því. Bill Skarsgård tók að sér hlutverk krákunnar og það verkefni að snúa aftur frá dauðum og hefna fyrir morð á sér og sálufélaga sínum, sem leikin var af söngkonunni FKA twigs. Myndin er með 22 prósent í einkunn hjá gagnrýnendum, samkvæmt Rotten Tomatoes. Almennir áhorfendur gefa henni þó, einhverra hluta vegna, 63 prósent. Madame Web Stundum eru gefnar út kvikmyndir sem enginn virðist hafa áhuga á. Í tilfelli Madame Web virðist það bæði eiga við hjá áhorfendum og þeim sem léku í myndinni og komu að því að gera hana. Dakota Johnson tók að sér að leika „hetjuna“ í myndinni sem er sjúkraflutningamaður sem getur stundum séð fram í tímann og komið í veg fyrir slys. Það er verst að hún hafi ekki getað komið í veg fyrir útgáfu myndarinnar! Sjálfsfimma! Sydney Sweeney er einnig í myndinni, auk annars fólks. Gagnrýnendur hötuðu þessa mynd en hún er með eingöngu ellefu prósent í einkunn hjá Rotten Tomatoes. Aftur virðast áhorfendur þó annarrar skoðunar og gefa myndinni 56 prósent. Lumina Myndin Lumina, er ein versta mynd ársins, samkvæmt gagnrýnendum og er eina mynd ársins sem nær ekki í tíu í einkunn hjá Metacritic. Í einföldu máli sagt fjallar myndin um fjóra vini í leit að fimmta vininum sem var rænt og fluttur í neðanjarðar herstöð. Við það komast þau á slóðir umfangsmikil samsæris og sem breytir lífi þeirra að eilífu. Myndin virðist nokkurs konar samblanda vísindaskáldskapar, hryllingsmyndar og grínmyndar en Lumina þykir svo hræðileg mynd að hún verður eiginlega áhugaverð fyrir vikið. Svo leikur Eric Roberts talandi kött! Gagnrýnandi RogerEbert segir myndina vera svo hræðilega illa gerða að það hljóti að vera gert vísvitandi. Einhvern veginn er Lumina með núll prósent á Rotten Tomatoes en hún er með 2,2 af tíu mögulegum þegar nánar er rýnt í ummæli gagnrýnenda. Áhorfendur sýna enn og aftur að þeir eru … öðruvísi … og gefa myndinni 78 prósent. Reagan Ævisögumyndin Reagan, sem fjallar um bandaríska forsetann Richard Nixon, djók! Hún fjallar auðvitað um Ronald Reagan og þykir vond mynd. Scott Stapp úr Creed leikur reyndar Frank Sinatra, svo það er erfitt að ímynda sér að Reagan sé slæm mynd en gagnrýnendur virðast þó sammála um það. Dennis Quaid setur sig í spor forsetans fyrrverandi og þykir hann standa sig með prýði. Myndin sjálf þykir þó ekki nægilega djúp og mjög svo einhliða í lofi á Reagan. Gagnrýnendur gefa henni átján prósent samkvæmt Rotten Tomatoes en áhofendur eru þó ekki sammála. Hjá almenningi er myndin nefnilega með 98 prósent en þar hafa fleiri en fimm þúsund manns gefið henni einkunn, sem er töluvert meira en gengur og gerist, og hafa lang flestir gefið henni fimm stjörnur af fimm. Nú er ómögulegt að staðhæfa en það læðist að manni grunur um að pólitískar skoðanir fólks hafi spilað þarna inn í. Poolman Chris Pine gerði sína fyrstu tilraun til að leikstýra kvikmynd með myndinni Poolman. Þar leikur hann sjálfur aðalhlutverkið, eða miðaldra sundlaugahreinsitækni í Los Angeles og flækist hann inn í skuggalega viðskiptasamninga og pólitískt samsæri, held ég. Eins og allir aðrir hef ég ekki séð þessa mynd. Þeir gagnrýnendur sem hafa séð hans, eru flestir sammála um að myndin sé einhver sú leiðinlegasta sem þeir hafa séð. Einn segir til að mynda að þó að myndin sé einungis hundrað mínútna löng, gerist nákvæmlega ekkert í 99 mínútur. Annar segir fólki að spara sér tíma og horfa frekar á Chinatown, Big Lebowski eða Inherent Vice. Gagnrýnendur gefa Poolman 24 prósent, samkvæmt Rotten Tomatoes. Í þessu tilfelli hafa fleiri gagnrýnendur en óbreyttir borgarar gefið myndinni einkunn, sem er áhugavert og til marks um að fáir hafi séð hana. Færri en fimmtíu borgarar gefa myndinni tuttugu prósent.
Fréttir ársins 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira