Fréttir ársins 2024

Fréttamynd

Frægir fundu ástina 2024

Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fjölguðu sér árið 2024

Það er alltaf mikið gleðiefni þegar nýtt líf kemur í heiminn og má segja að árið 2024 hafi verið mikið barnaláns ár hjá þjóðþekktum Íslendingum. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu og Vísir greindi frá.

Lífið
Fréttamynd

Þau eru til­nefnd sem maður ársins 2024

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2024 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið.

Innlent
Fréttamynd

Galnar nafnabreytingar og dular­full veikindi

Tvö af stærstu fréttamálum ársins 2024 reyndust eiga mjög óvæntan anga sameiginlegan; algjörlega galnar nafnabreytingar. Farið er yfir þessi mál, og fleiri sem sjokkeruðu þjóðina og heimsbyggðina alla, í annál fréttastofu hér fyrir neðan.

Innlent
Fréttamynd

Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál

Á óvart kemur hvað viðhorfspistlar, lesendabréf, skoðanapistlar eða hvaða orð sem við gefum þessu fyrirbæri halda sínu og vel það. Ef við skoðum hvaða pistlar voru þeir mest lesnir á árinu má sjá hvað það var sem fólki lá helst á hjarta og þar kemur á daginn að forsetakandídatarnir voru mönnum ofarlega í huga. 

Lífið
Fréttamynd

Myndir ársins: Miskunnar­leysi hrauneðjunnar og sigur­víma frambjóðandans

Sumum atburðum er erfitt, og jafnvel ómögulegt, að lýsa með orðum. Þess vegna eru ljósmyndir nauðsynlegur þáttur í fréttaflutningi vef- og prentmiðla. Ein mynd, römmuð inn af reyndu auga og tekin á hárréttu augnabliki, getur vakið tilfinningar sem erfitt væri að koma til skila til lesandans með öðrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Best klæddu Ís­lendingarnir 2024

Tíska er órjúfanlegur hluti af tilverunni þrátt fyrir að fólk velti sér mis mikið upp úr henni. Íslendingar sækja upp til hópa margir í svarta liti og geta jafnvel verið hræddir við að taka áhættu í klæðaburði en þó eru alltaf einhverjir sem þora og skera sig úr. Lífið á Vísi fór yfir þá Íslendinga sem bera af í klæðaburði og fara alltaf ótroðnar slóðir í fatavali. Þetta eru best klæddu Íslendingarnir árið 2024.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Raunir ársins 2024

Árið 2024 var árið sem við slóum ýmis met sem enginn vill slá. Fjöldi banaslysa í umferðinni á fyrsta mánuði ársins hefur ekki sést áður og manndrápsmál aldrei verið fleiri á einu ári. 

Innlent
Fréttamynd

Stærstu og um­deildustu sigrar ársins

Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 

Innlent
Fréttamynd

Til­nefningum til manns ársins rignir inn

Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025

Litafyrirtækið Pantone hefur tilkynnt um lit ársins 2025. Að þessu sinni varð PANTONE 17-1230 Mocha Mousse fyrir valinu. Líkt og nafnið gefur til kynna er liturinn kaffibrúnn, silkimjúkur og hlýr litatónn.

Lífið
Fréttamynd

Þetta hlustaði heims­byggðin á árið 2024

Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda.

Lífið
Fréttamynd

Orð ársins vísar til rotnunar heilans

Oxford orð ársins að þessu sinni hefur verið valið og vísar til rotnunar heilans. Orðið er „brain rot“ og fangar áhyggjur af endalausri neyslu á misgáfulegum upplýsingum af samfélagsmiðlum.

Lífið