Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2024 09:02 Jake Paul, Mike Tyson, Björgvin Páll Gústavsson, Imane Khelif, Anthony Ammirati og Mari Järsk komu öll við sögu í mest lesnu íþróttafréttum ársins. Grafík/Sara Einlægar hlaupadrottningar, hneykslismál á Ólympíuleikunum og strákarnir okkar á EM í handbolta voru meðal þess sem lesendur íþróttafrétta á Vísi vildu helst skoða á árinu sem nú er að líða. Sérstaklega virðist Mari Järsk hafa unnið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með sínu opna, skemmtilega og einlæga fasi. Viðtal við hana eftir sigur í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor, þar sem hún hljóp tæplega 382 kílómetra, vakti mikla athygli. Það gerði einnig viðtal við Elísu Kristinsdóttur, einstæða móður í fullu starfi sem hleypur yfir 100 kílómetra í viku og varð í 2. sæti hlaupsins í vor, og viðtal við Rakel Maríu Hjaltadóttur sem rann illa í hálku á HM landsliða í bakgarðshlaupi í október. Fréttir tengdar strákunum okkar á stórmótum í handbolta vekja jafnan athygli en vinsælasta fréttin af EM í Þýskalandi í janúar var vegna ummæla Alfreðs Gíslasonar, þjálfara Þýskalands, eftir að Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum fyrir leik þjóðanna í Köln. Dramatíska jafnteflið gegn Serbíu í fyrsta leik Íslands á EM fékk lesendur einnig til þess að sökkva sér ofan í greinar um þann leik. Þá opnaði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sig með sínum einstaka hætti í þríleiknum „Ekki bara leikur“ í hlaðvarpinu Besta sætið, sem birtist á Vísi. Mest lesna heimsfréttin sneri að þátttökku hinnar alsírsku Imane Khelif í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París. Ítalskur andstæðingur hennar bar sig aumlega eftir tap í bardaga þeirra. Falskar fullyrðingar um að Khelif væri í raun karlmaður breyttu því ekki að Khelif varð Ólympíumeistari kvenna í veltivigt. Sömuleiðis vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hlaupadrottningin Shelly-Ann Fraser-Pryce komst ekki í tæka tíð inn á keppnissvæðið fyrir undanúrslit í 100 metra hlaupi, og þegar getnaðarlimur Frakkans Anthony Ammirati skemmdi fyrir honum í stangarstökki. Pétur Marteinsson er löngu hættur að spila fótbolta en hann er svo sannarlega ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum Hammarby eins og sýndi sig á grannaslag við Djurgården í sumar. Stuðningsmennirnir höfðu þá útbúið risastóran fána með mynd af eftirminnilegu atviki þegar Pétur lét leikmann Djurgården gjörsamlega heyra það, eins og fjölmargir lesenda Vísis lásu um. Það vakti líka athygli þegar Alexandra Hafsteinsdóttir hætti sem aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kenna í íshokkí, vegna óánægju með Íshokkísambandið sem hún sakaði um að taka of laust á kynþáttaníði. Netflix-bardagi Mike Tyson og Jake Paul vakti mikla athygli hér eins og víða um heim, og það gerðu einnig fréttir af því að Michael Schumacher hefði sést á meðal fólks, í brúðkaupi dóttur sinnar á Spáni. Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var mikið í fréttum, þó ekki væri það bara vegna magnaðrar frammistöðu sinnar í ítölsku A-deildinni með Genoa á síðustu leiktíð. Frétt um viðbrögð Alberts við ummælum framkvæmdastjóra Genoa, sem sakaði Albert um að hafa hálfvegis neytt félagið til að leyfa honum að fara til Fiorentina í sumar, var mikið lesin. Nýjasta greinin á listanum yfir þær mest lesnu á árinu er viðhorfspistill Vals Páls Eiríkssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2 og Vísi, sem fór yfir þá niðurstöðu að HM í fótbolta fari fram í Sádi-Arabíu árið 2034. Annáll 2024 Fréttir ársins 2024 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Sjá meira
Sérstaklega virðist Mari Järsk hafa unnið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með sínu opna, skemmtilega og einlæga fasi. Viðtal við hana eftir sigur í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor, þar sem hún hljóp tæplega 382 kílómetra, vakti mikla athygli. Það gerði einnig viðtal við Elísu Kristinsdóttur, einstæða móður í fullu starfi sem hleypur yfir 100 kílómetra í viku og varð í 2. sæti hlaupsins í vor, og viðtal við Rakel Maríu Hjaltadóttur sem rann illa í hálku á HM landsliða í bakgarðshlaupi í október. Fréttir tengdar strákunum okkar á stórmótum í handbolta vekja jafnan athygli en vinsælasta fréttin af EM í Þýskalandi í janúar var vegna ummæla Alfreðs Gíslasonar, þjálfara Þýskalands, eftir að Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum fyrir leik þjóðanna í Köln. Dramatíska jafnteflið gegn Serbíu í fyrsta leik Íslands á EM fékk lesendur einnig til þess að sökkva sér ofan í greinar um þann leik. Þá opnaði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sig með sínum einstaka hætti í þríleiknum „Ekki bara leikur“ í hlaðvarpinu Besta sætið, sem birtist á Vísi. Mest lesna heimsfréttin sneri að þátttökku hinnar alsírsku Imane Khelif í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París. Ítalskur andstæðingur hennar bar sig aumlega eftir tap í bardaga þeirra. Falskar fullyrðingar um að Khelif væri í raun karlmaður breyttu því ekki að Khelif varð Ólympíumeistari kvenna í veltivigt. Sömuleiðis vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hlaupadrottningin Shelly-Ann Fraser-Pryce komst ekki í tæka tíð inn á keppnissvæðið fyrir undanúrslit í 100 metra hlaupi, og þegar getnaðarlimur Frakkans Anthony Ammirati skemmdi fyrir honum í stangarstökki. Pétur Marteinsson er löngu hættur að spila fótbolta en hann er svo sannarlega ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum Hammarby eins og sýndi sig á grannaslag við Djurgården í sumar. Stuðningsmennirnir höfðu þá útbúið risastóran fána með mynd af eftirminnilegu atviki þegar Pétur lét leikmann Djurgården gjörsamlega heyra það, eins og fjölmargir lesenda Vísis lásu um. Það vakti líka athygli þegar Alexandra Hafsteinsdóttir hætti sem aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kenna í íshokkí, vegna óánægju með Íshokkísambandið sem hún sakaði um að taka of laust á kynþáttaníði. Netflix-bardagi Mike Tyson og Jake Paul vakti mikla athygli hér eins og víða um heim, og það gerðu einnig fréttir af því að Michael Schumacher hefði sést á meðal fólks, í brúðkaupi dóttur sinnar á Spáni. Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var mikið í fréttum, þó ekki væri það bara vegna magnaðrar frammistöðu sinnar í ítölsku A-deildinni með Genoa á síðustu leiktíð. Frétt um viðbrögð Alberts við ummælum framkvæmdastjóra Genoa, sem sakaði Albert um að hafa hálfvegis neytt félagið til að leyfa honum að fara til Fiorentina í sumar, var mikið lesin. Nýjasta greinin á listanum yfir þær mest lesnu á árinu er viðhorfspistill Vals Páls Eiríkssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2 og Vísi, sem fór yfir þá niðurstöðu að HM í fótbolta fari fram í Sádi-Arabíu árið 2034.
Annáll 2024 Fréttir ársins 2024 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Sjá meira