Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 12:01 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Nú er hægt að borga með korti, síma, úri eða öðrum snjalllausnum í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar greiða aldrei fyrir fleiri en þrjár ferðir sama daginn. Framkvæmdastjóri segir lykilatrið að nota alltaf sama kortið svo það virki. Fargjaldið kostar 650 krónur og er hægt að greiða með ýmsum snjalltækjum og korti. Fargjaldið gildir í 75 mínútur, þannig að ef viðskiptavinur skiptir um vagn og skannar sama kortið á nýjan leik innan þessara 75 mínútna, þá verður ekki rukkað fyrir nýtt fargjald. „Þetta er lausn sem við höfum verið að þróa síðustu ár í þessum bransa, almenningssamgöngum. Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og þetta er loksins orðið að veruleika hér á íslandi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir Íslendinga nokkuð framarlega miðað við aðrar þjóðir. „Við erum önnur höfuðborgin á Norðurlöndum sem tökum þetta í notkun. Þetta er eingöngu í Stokkhólmi í dag.“ Framarlega alþjóðlega Jóhannes segir Breta fremsta í þessu og lausnin hafi farið í notkun í London. Hún sé nú í þróun í fleiri borgum. Greiðsluleiðin er hluti af Klapp greiðslukerfinu. Jóhannes segir lausnina munu henta sérstaklega óreglulegum notendum og erlendum ferðamönnum. „Þetta er mjög einföld og þægileg lausn og þetta er bara stakt fargjald. Það er þannig alls staðar. Þú fellur líka inn í svokallað greiðsluþak. Ef þú notar sama kortið alltaf þá telur hún bara þrisvar sinnum yfir daginn og níu sinnum yfir vikuna.“ Þrjú fargjöld einn og sama daginn eru samtals 1.950 krónur og níu fargjöld 5.850 krónur. Til samanburðar má þess geta að 30 daga kort kostar 10.800. Jóhannes segir snertilausu greiðslurnar komnar til að vera en greiðsluþakið verði til skoðunar. Reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort það henti eins og það er núna eða hvort það þurfi að breyta því. „Við munum skoða það þegar reynsla er komin á það, hvort það sé að nýtast einhverjum eða hvort við þurfum að hnika til fjölda ferða í þessu.“ En þá er bara lykilatriði að nota saman kortið? „Já, það er lykilatriðið, eins og annars staðar, þú verður að nota sama kortið til þess að telja inn í. Þú getur bara borgar eitt fargjald, þannig þú getur til dæmis ekki borgar fyrir tvo með þessari lausn, nema að nota mismunandi kort.“ Sama kortið fyrir greiðsluþakið Jóhannes segir langtímamarkmið með þessu að auka tekjur. „Ef við náum til fleiri ferðamanna, við höfum heyrt óánægju þeirra að það sé flókið að borga í strætó á Íslandi, þá ættu alveg tekjurnar eitthvað að aukast og við vonumst auðvitað til þess að einfaldleikinn hvetji fleiri til að prófa og verða fastir viðskiptavinir. Þá fáum við fleiri farþega inn í strætóinn og þar af leiðandi meiri tekjur.“ Hann segir Strætó alltaf vinna að því að bæta upplýsingagjöf til farþega „Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri skýli með rauntímaupplýsingum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og er það sem er að þróast mest næstu misserin hjá okkur. Svo sjáum við til hvernig greiðsluþakið reynist.“ Samgöngur Neytendur Strætó Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Fargjaldið kostar 650 krónur og er hægt að greiða með ýmsum snjalltækjum og korti. Fargjaldið gildir í 75 mínútur, þannig að ef viðskiptavinur skiptir um vagn og skannar sama kortið á nýjan leik innan þessara 75 mínútna, þá verður ekki rukkað fyrir nýtt fargjald. „Þetta er lausn sem við höfum verið að þróa síðustu ár í þessum bransa, almenningssamgöngum. Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og þetta er loksins orðið að veruleika hér á íslandi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir Íslendinga nokkuð framarlega miðað við aðrar þjóðir. „Við erum önnur höfuðborgin á Norðurlöndum sem tökum þetta í notkun. Þetta er eingöngu í Stokkhólmi í dag.“ Framarlega alþjóðlega Jóhannes segir Breta fremsta í þessu og lausnin hafi farið í notkun í London. Hún sé nú í þróun í fleiri borgum. Greiðsluleiðin er hluti af Klapp greiðslukerfinu. Jóhannes segir lausnina munu henta sérstaklega óreglulegum notendum og erlendum ferðamönnum. „Þetta er mjög einföld og þægileg lausn og þetta er bara stakt fargjald. Það er þannig alls staðar. Þú fellur líka inn í svokallað greiðsluþak. Ef þú notar sama kortið alltaf þá telur hún bara þrisvar sinnum yfir daginn og níu sinnum yfir vikuna.“ Þrjú fargjöld einn og sama daginn eru samtals 1.950 krónur og níu fargjöld 5.850 krónur. Til samanburðar má þess geta að 30 daga kort kostar 10.800. Jóhannes segir snertilausu greiðslurnar komnar til að vera en greiðsluþakið verði til skoðunar. Reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort það henti eins og það er núna eða hvort það þurfi að breyta því. „Við munum skoða það þegar reynsla er komin á það, hvort það sé að nýtast einhverjum eða hvort við þurfum að hnika til fjölda ferða í þessu.“ En þá er bara lykilatriði að nota saman kortið? „Já, það er lykilatriðið, eins og annars staðar, þú verður að nota sama kortið til þess að telja inn í. Þú getur bara borgar eitt fargjald, þannig þú getur til dæmis ekki borgar fyrir tvo með þessari lausn, nema að nota mismunandi kort.“ Sama kortið fyrir greiðsluþakið Jóhannes segir langtímamarkmið með þessu að auka tekjur. „Ef við náum til fleiri ferðamanna, við höfum heyrt óánægju þeirra að það sé flókið að borga í strætó á Íslandi, þá ættu alveg tekjurnar eitthvað að aukast og við vonumst auðvitað til þess að einfaldleikinn hvetji fleiri til að prófa og verða fastir viðskiptavinir. Þá fáum við fleiri farþega inn í strætóinn og þar af leiðandi meiri tekjur.“ Hann segir Strætó alltaf vinna að því að bæta upplýsingagjöf til farþega „Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri skýli með rauntímaupplýsingum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og er það sem er að þróast mest næstu misserin hjá okkur. Svo sjáum við til hvernig greiðsluþakið reynist.“
Samgöngur Neytendur Strætó Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira