Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 08:58 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ekki hægt að kenna nýjum viðskiptavettvangi með raforku um raforkuverðshækkanir. Þá sé ekki hægt að sakast við Landsvirkjun sjálfa, ástæðan væri þegar fyrirséður raforkuskortur. Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að raforkuverð til garðyrkjubænda hafi á örfáum árum hækkað um allt að 100 prósent. Gunnlaugur sagði hluta ástæðunnar fyrir því vera breytt fyrirkomulag á sölu raforku og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Þetta segir Hörður Arnarson ekki rétt, en hann ræddi málið einnig í Bítinu í morgun. „Það er einhver grundvallarmisskilningur hjá honum að hann sitji í skjóli okkar, sé á okkar vegum eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara einstaklingur, sem vissulega starfaði hjá okkur fyrir sjö árum síðan sem fékk leyfi ráðuneytis til að stofna viðskiptavettvang, sem er alveg í samræmi við stefnu stjórnvalda. Þetta er viðskiptavettvangur þar sem aðilar geta keypt og selt og ég held að það sé í raun og veru gott skref,“ segir Hörður. Ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu Hörður segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á Íslandi sé einstakt raforkukerfi. Það eina í heiminum sé hundrað prósent endurnýjanlegt. „Okkur hefur tekist feikilega vel að reka þetta kerfi, nýta auðlindina vel. Við höfum skapað almenningi og heimilunum ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu.“ Á sama tíma hafi tekist að vera eina landið í Evrópu sem býður stóriðjunni samkeppnihæf kjör á raforku. „Í heild getum við litið um öxl og sagt að þetta sé alveg einstakur árangur sem við getum öll verið stolt af, sérstaklega við sem störfum í orkugeiranum, sem hefur skilað þjóðinni gríðarlegum verðmætum.“ Átti ekki að koma neinum á óvart Hörður segir að hækkun á raforkuverði til grænmetisbænda hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Ítrekað hafi verið bent á að hún væri í vændum. „Það sem er einkenni endurnýjanlegra raforkukerfa, eins og við erum með, er að það þýðir ekkert fyrir okkur að hækka verðið og þá eykst framboðið. Það tekur þrjú til fimm ár, eftir að þú ert kominn með öll leyfi og allt, að byggja virkjanir. Þannig að í svona kerfi er geysilega mikilvægt að það sé tryggt framboð sem er í samræmi við þá eftirspurn sem er í samfélaginu.“ Landsvirkjun hafi ítrekað bent á í fjölmiðlum að vert væri að hafa áhyggjur af árunum 2024, 2025 og 2026, ef ekki yrði af byggingu Hvammsvirkunar. Sér í lagi ef slæmt vatnsár bættist við, sem raungerðist. Vill heimild til að forgangsraða orku til almenna markaðarins Hörður segir að hann og Landsvirkjun hafi formlega bent Orkustofnun á að nauðsynlegt væri að grípa til séríslenskra ráðstafana til að tryggja almenna markaðnum næga orku. „Það þarf að vera þannig í þessu séríslenska kerfi, sem er hundrað prósent endurnýjanlegt, að það sé heimilt að forgangsraða almenna markaðnum og þar með talið grænmetisbændum.“ Stóriðjan væri ekki vandamálið í þessu samhengi, vandamálið væri að hún fái orkuna á sama verði og almenni markaðurinn og því væri minni hvati til þess að selja inn á hann. Eins og stendur væri ekki heimilt að forgangsraða með þessum hætti en allir raforkuframleiðendur myndu vilja það. Þá segist Hörður ekki telja úr vegi að gengið yrði lengra og raforkuframleiðendur hreinlega skyldaðir til að forgangsraða orku til almenna markaðarins. Landsvirkjun Orkumál Bítið Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að raforkuverð til garðyrkjubænda hafi á örfáum árum hækkað um allt að 100 prósent. Gunnlaugur sagði hluta ástæðunnar fyrir því vera breytt fyrirkomulag á sölu raforku og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Þetta segir Hörður Arnarson ekki rétt, en hann ræddi málið einnig í Bítinu í morgun. „Það er einhver grundvallarmisskilningur hjá honum að hann sitji í skjóli okkar, sé á okkar vegum eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara einstaklingur, sem vissulega starfaði hjá okkur fyrir sjö árum síðan sem fékk leyfi ráðuneytis til að stofna viðskiptavettvang, sem er alveg í samræmi við stefnu stjórnvalda. Þetta er viðskiptavettvangur þar sem aðilar geta keypt og selt og ég held að það sé í raun og veru gott skref,“ segir Hörður. Ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu Hörður segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á Íslandi sé einstakt raforkukerfi. Það eina í heiminum sé hundrað prósent endurnýjanlegt. „Okkur hefur tekist feikilega vel að reka þetta kerfi, nýta auðlindina vel. Við höfum skapað almenningi og heimilunum ódýrasta og öruggasta raforkuverð sem þekkist í Evrópu.“ Á sama tíma hafi tekist að vera eina landið í Evrópu sem býður stóriðjunni samkeppnihæf kjör á raforku. „Í heild getum við litið um öxl og sagt að þetta sé alveg einstakur árangur sem við getum öll verið stolt af, sérstaklega við sem störfum í orkugeiranum, sem hefur skilað þjóðinni gríðarlegum verðmætum.“ Átti ekki að koma neinum á óvart Hörður segir að hækkun á raforkuverði til grænmetisbænda hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Ítrekað hafi verið bent á að hún væri í vændum. „Það sem er einkenni endurnýjanlegra raforkukerfa, eins og við erum með, er að það þýðir ekkert fyrir okkur að hækka verðið og þá eykst framboðið. Það tekur þrjú til fimm ár, eftir að þú ert kominn með öll leyfi og allt, að byggja virkjanir. Þannig að í svona kerfi er geysilega mikilvægt að það sé tryggt framboð sem er í samræmi við þá eftirspurn sem er í samfélaginu.“ Landsvirkjun hafi ítrekað bent á í fjölmiðlum að vert væri að hafa áhyggjur af árunum 2024, 2025 og 2026, ef ekki yrði af byggingu Hvammsvirkunar. Sér í lagi ef slæmt vatnsár bættist við, sem raungerðist. Vill heimild til að forgangsraða orku til almenna markaðarins Hörður segir að hann og Landsvirkjun hafi formlega bent Orkustofnun á að nauðsynlegt væri að grípa til séríslenskra ráðstafana til að tryggja almenna markaðnum næga orku. „Það þarf að vera þannig í þessu séríslenska kerfi, sem er hundrað prósent endurnýjanlegt, að það sé heimilt að forgangsraða almenna markaðnum og þar með talið grænmetisbændum.“ Stóriðjan væri ekki vandamálið í þessu samhengi, vandamálið væri að hún fái orkuna á sama verði og almenni markaðurinn og því væri minni hvati til þess að selja inn á hann. Eins og stendur væri ekki heimilt að forgangsraða með þessum hætti en allir raforkuframleiðendur myndu vilja það. Þá segist Hörður ekki telja úr vegi að gengið yrði lengra og raforkuframleiðendur hreinlega skyldaðir til að forgangsraða orku til almenna markaðarins.
Landsvirkjun Orkumál Bítið Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira