Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 20:25 Lucy Letby var sakfelld í fyrra fyrir að hafa myrt sjö börn og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. AP Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust. Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust.
Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42