„Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Kári Mímisson skrifar 12. desember 2024 22:34 Jakob Örn Sigurðarson stýrði sínum mönnum til sigurs á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob. Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob.
Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira