Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 12. desember 2024 12:02 „Ég hef komið á fjallstindinn.“ ... „Eins og allir, þrái ég langt líf. Langlífi hefur sinn tíma. En ég er ekki með hugann við það núna. Ég vil fylgja vilja Guðs. Og hann hefur leyft mér að fara upp á fjallið. Og ég hef horft fram af. Og ég hef séð fyrirheitna landið. Ég fæ mögulega ekki að fylgja ykkur þangað. En ég vil að þið vitið í kvöld, að við, sem samfélag, munum ná til fyrirheitna landsins.“ Þessi orð mælti presturinn og baráttumaðurinn fyrir mannréttinum, Dr. Martin Luther King Jr., þann 3. apríl 1968, kvöldið áður en hann var myrtur. Fjallið sem um ræðir er Nebófjall og vísunin er í spámanninn Móse, sem lítur í lok Mósebóka yfir til fyrirheitna landsins, en andast sjálfur áður en þjóðin kemst þangað inn. Ræður King eru fullar af vísunum í Biblíuna og sérílagi söguna af Móse og burtförinni úr Egyptalandi, vegna þeirrar samsömunar sem þrælar í Bandaríkjunum fundu við þá sögu. Líkt og Móses leiddi þræla úr Egyptalandi, leiddu þau sem börðust frelsisbaráttu í þrælastríðinu, svarta úr þrældómi og baráttumenn fyrir réttindum þeirra, þá undan aðskilnaðarstefnu. Lokaræða hans heldur áfram með orðunum, ef hinn almáttugi segði við mig „,Martin Luther King, á hvaða öld vildir þú helst lifa?‘ Þá mundi ég fara í huganum til Egyptalands og myndi sjá börn Guðs á frelsisför þeirra úr myrkum dýflissum Egyptalands, eða frekar í gegnum Rauða hafið, í gegnum eyðimörkina og að fyrirheitna landinu.“ Sagan af Móse Sagan af Móse er sú saga sem gengur í gegnum Mósebækurnar, frá þeirri annarri sem hefst með þrælahaldi í Egyptalandi, til þeirrar fimmtu sem endar á Nebófjalli er Móses lítur yfir fyrirheitna landið. Sagan segir frá Móse, sem var settur í tágakörfu af móður sinni og bjargað af prinsessu faraós, og þaðan kemur nafn hans. Móses elst upp við egypsku hirðina og í forréttindablindu í vellystingum sem þjóð hans naut ekki, en þegar hann sér þann órétt sem Egyptar beita þræla sína gerir hann uppreisn, fyrst gegn einum þrælahaldara sem sló hebreskan mann, og síðar með því að ögra sjálfum faraó. Köllun Móse bar til við brennandi runna og röddu sem sagði við hann, „Farðu nú af stað. Ég sendi þig til faraós. Leiddu þjóð mína út úr Egyptalandi.“ Þegar Móses mætir faraó segir hann í nafni Guðs, „Leyfðu þjóð minni að fara“, og það eru orð sem Martin Luther King hafði yfir þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels árið 1964: „Leyfðu þjóð minni að fara“. Þegar faraó neitaði sendi Guð plágur yfir landið, þeirra síðust var sú að „sérhver frumburður í Egyptalandi [myndi] deyja, frá frumburði faraós, sem situr í hásæti sínu, til frumburðar ambáttarinnar, sem situr við kvörnina, ásamt öllum frumburðum búfjár.“ Þau sem smurðu dyrastafi sínu með blóði lambsins voru óhult, því dauðinn fór framhjá, en þaðan er orðið páskar komið, orðið Pesakh merkir að „fara fram hjá“. Móses leiðir í kjölfarið þjóð sína út úr ánauð og í gegnum Sefhafið, þar sem hafið klofnaði svo þau gátu „gengið á þurru [...] en vatnið stóð eins og veggur þeim til hægri og vinstri handar,“ á meðan vatnið féll „yfir Egypta, hervagna þeirra og riddara“. Þá leiddi Móses þjóð sína í gegnum eyðimörkina, fékk boðorðin tíu á Sínaífjalli, og komst loks á leiðarenda eftir 40 ár í eyðimörkinni. Blessunarorð Móse til þjóðar sinnar þekkja flestir: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.“ Þrælahald og frelsun Boðskapur frelsishreyfingar svartra Vestanhafs, frá þrælastríðinu til Black Lives Matter, hefur verið samofin stefjunum um fátækt og aðstöðumun og það sama á við um Martin Luther King. Í síðustu bók sinni skrifar hann: „Bölvun fátæktar á sér enga réttlætingu á okkar öld. Hún er jafn félagslega grimm og blind og mannát var við dögun okkar siðmenningar, þegar menn átu hvern annan vegna þess að þeir áttu ólært að rækta mat úr jörðu eða veiða úr dýraríkinu. Tíminn er kominn til að við siðvæðumst, með því að brjóta algjörlega og samstundis af okkur hlekki fátæktar.“ Fátækt er enn staðreynd og þrælahald er útbreitt um allan heim. Um 50 milljónir búa við aðstæður sem Sameinuðu Þjóðirnar skilgreina sem þrælahald, börn og konur í meirihluta. Það er auðvelt að eftirláta Móse og Martin Luther King spámannshlutverkið, en þó sögur þeirra lifi áfram nýtur þeirra ekki við í okkar samtíma. Ábyrgðin er nú okkar að berjast gegn fátækt og þrælahaldi, hérlendis sem erlendis, því ef við gerum það ekki mun ekkert breytast. Það hefur sagan kennt okkur. Sagan af Móse er saga af manni sem horfðist í augu við eigin forréttindablindu við egypsku hirðina, reis upp gegn ranglæti og kúgun, bauð voldugasta manni síns samtíma byrginn, og leiddi þjóð sína til frelsis. „Ég vil fylgja vilja Guðs. Og hann hefur leyft mér að fara upp á fjallið. Og ég hef horft fram af. Og ég hef séð fyrirheitna landið.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Ég hef komið á fjallstindinn.“ ... „Eins og allir, þrái ég langt líf. Langlífi hefur sinn tíma. En ég er ekki með hugann við það núna. Ég vil fylgja vilja Guðs. Og hann hefur leyft mér að fara upp á fjallið. Og ég hef horft fram af. Og ég hef séð fyrirheitna landið. Ég fæ mögulega ekki að fylgja ykkur þangað. En ég vil að þið vitið í kvöld, að við, sem samfélag, munum ná til fyrirheitna landsins.“ Þessi orð mælti presturinn og baráttumaðurinn fyrir mannréttinum, Dr. Martin Luther King Jr., þann 3. apríl 1968, kvöldið áður en hann var myrtur. Fjallið sem um ræðir er Nebófjall og vísunin er í spámanninn Móse, sem lítur í lok Mósebóka yfir til fyrirheitna landsins, en andast sjálfur áður en þjóðin kemst þangað inn. Ræður King eru fullar af vísunum í Biblíuna og sérílagi söguna af Móse og burtförinni úr Egyptalandi, vegna þeirrar samsömunar sem þrælar í Bandaríkjunum fundu við þá sögu. Líkt og Móses leiddi þræla úr Egyptalandi, leiddu þau sem börðust frelsisbaráttu í þrælastríðinu, svarta úr þrældómi og baráttumenn fyrir réttindum þeirra, þá undan aðskilnaðarstefnu. Lokaræða hans heldur áfram með orðunum, ef hinn almáttugi segði við mig „,Martin Luther King, á hvaða öld vildir þú helst lifa?‘ Þá mundi ég fara í huganum til Egyptalands og myndi sjá börn Guðs á frelsisför þeirra úr myrkum dýflissum Egyptalands, eða frekar í gegnum Rauða hafið, í gegnum eyðimörkina og að fyrirheitna landinu.“ Sagan af Móse Sagan af Móse er sú saga sem gengur í gegnum Mósebækurnar, frá þeirri annarri sem hefst með þrælahaldi í Egyptalandi, til þeirrar fimmtu sem endar á Nebófjalli er Móses lítur yfir fyrirheitna landið. Sagan segir frá Móse, sem var settur í tágakörfu af móður sinni og bjargað af prinsessu faraós, og þaðan kemur nafn hans. Móses elst upp við egypsku hirðina og í forréttindablindu í vellystingum sem þjóð hans naut ekki, en þegar hann sér þann órétt sem Egyptar beita þræla sína gerir hann uppreisn, fyrst gegn einum þrælahaldara sem sló hebreskan mann, og síðar með því að ögra sjálfum faraó. Köllun Móse bar til við brennandi runna og röddu sem sagði við hann, „Farðu nú af stað. Ég sendi þig til faraós. Leiddu þjóð mína út úr Egyptalandi.“ Þegar Móses mætir faraó segir hann í nafni Guðs, „Leyfðu þjóð minni að fara“, og það eru orð sem Martin Luther King hafði yfir þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels árið 1964: „Leyfðu þjóð minni að fara“. Þegar faraó neitaði sendi Guð plágur yfir landið, þeirra síðust var sú að „sérhver frumburður í Egyptalandi [myndi] deyja, frá frumburði faraós, sem situr í hásæti sínu, til frumburðar ambáttarinnar, sem situr við kvörnina, ásamt öllum frumburðum búfjár.“ Þau sem smurðu dyrastafi sínu með blóði lambsins voru óhult, því dauðinn fór framhjá, en þaðan er orðið páskar komið, orðið Pesakh merkir að „fara fram hjá“. Móses leiðir í kjölfarið þjóð sína út úr ánauð og í gegnum Sefhafið, þar sem hafið klofnaði svo þau gátu „gengið á þurru [...] en vatnið stóð eins og veggur þeim til hægri og vinstri handar,“ á meðan vatnið féll „yfir Egypta, hervagna þeirra og riddara“. Þá leiddi Móses þjóð sína í gegnum eyðimörkina, fékk boðorðin tíu á Sínaífjalli, og komst loks á leiðarenda eftir 40 ár í eyðimörkinni. Blessunarorð Móse til þjóðar sinnar þekkja flestir: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.“ Þrælahald og frelsun Boðskapur frelsishreyfingar svartra Vestanhafs, frá þrælastríðinu til Black Lives Matter, hefur verið samofin stefjunum um fátækt og aðstöðumun og það sama á við um Martin Luther King. Í síðustu bók sinni skrifar hann: „Bölvun fátæktar á sér enga réttlætingu á okkar öld. Hún er jafn félagslega grimm og blind og mannát var við dögun okkar siðmenningar, þegar menn átu hvern annan vegna þess að þeir áttu ólært að rækta mat úr jörðu eða veiða úr dýraríkinu. Tíminn er kominn til að við siðvæðumst, með því að brjóta algjörlega og samstundis af okkur hlekki fátæktar.“ Fátækt er enn staðreynd og þrælahald er útbreitt um allan heim. Um 50 milljónir búa við aðstæður sem Sameinuðu Þjóðirnar skilgreina sem þrælahald, börn og konur í meirihluta. Það er auðvelt að eftirláta Móse og Martin Luther King spámannshlutverkið, en þó sögur þeirra lifi áfram nýtur þeirra ekki við í okkar samtíma. Ábyrgðin er nú okkar að berjast gegn fátækt og þrælahaldi, hérlendis sem erlendis, því ef við gerum það ekki mun ekkert breytast. Það hefur sagan kennt okkur. Sagan af Móse er saga af manni sem horfðist í augu við eigin forréttindablindu við egypsku hirðina, reis upp gegn ranglæti og kúgun, bauð voldugasta manni síns samtíma byrginn, og leiddi þjóð sína til frelsis. „Ég vil fylgja vilja Guðs. Og hann hefur leyft mér að fara upp á fjallið. Og ég hef horft fram af. Og ég hef séð fyrirheitna landið.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun