Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar 10. desember 2024 09:33 Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt. Þetta var am.k. niðurstaða ítarlegustu rannsókn á dauðatíma langreyða sem fór fram sumarið 2014. Sérfræðingur í aflífun dýra/hvala fylgdist með veiðum úti á sjó og gerði ítarlega krufningu til að finna dánarorsök þegar í land var komið. Niðurstaðan var að 84% hvalanna (42 dýr) drápust strax. Restina eða 16% (8 dýr) tók að meðaltali 8 mínútur að aflífa (6,5-15mín). Norðmenn eru með hrefnukvóta upp á 1200 dýr á ári. Þeir nota nákvæmlega sömu veiðiaðferðir og við Íslendingar. Eru með 80% dauðaskot skv. rannsóknum. Þeir telja þessar veiðar rúmast fullkomlega innan allra sjónarmiða um dýravelferð. Veiðar á villtum dýrum verða aldrei fullkomnar eðli málsins samkvæmt. Allt bendir hins vegar til að aflífun hvala taki hvað stystan tíma. Borið t.a.m. saman við veiðar á hjartardýrum um víða veröld. Það fer hins vegar lítið fyrir andstæðingum þeirra veiða. Bara svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis froðufella dýravelferðarsinnar og fjölmiðlar þegar minnst er á hvalveiðar. Ég hefði meiri áhyggjur að velferð dýra sem alin eru upp í búrum eða við einhverjar framandi aðstæður. Svín eru örsjaldan nefnd í umræðunni. Sífelld smit og annað óárán herjar á búrdýr eins og kalkúna núna fyrir jól. Kjúklingar o.fl. dýr eru þar líka í flokki. Fyrir utan alla eldisfiskinn. Við þekkjum flest sýkingarnar og hreint dýraníð í þeim geira. En það telst ekki með. Enda bara fiskar. Enn ein hræsnin í þessum dýravelferðarmálum. Mér finnst frábært að vita að lömbin lifi frjáls úti í náttúrunni sitt stutta líf. Líkt og hjartardýrin sem skotin eru í skógum allra landa. Reyndar misgömul. Að lifa frjáls úti í náttúrunni eru nefnilega forréttindi villtra dýra. Hvalirnir njóta þessarra forréttinda ásamt ótal mörgum öðrum dýrategundum sem jafnframt eru veidd til matar. Með fullri virðingu fyrir fólki og fjölmiðlum sem þykjast berjast fyrir dýravelferð þá ætti þetta fólk aðeins að líta í spegil og spá í hvað dýravelferð þýðir í raun. Frekar en að beina spjótum sínum nánast eingöngu að hvalveiðum. Sem eru líklega þegar á botninn er hvolft mannúðlegustu veiðar á villtum dýrum sem menn þekkja til. Höfundur er líffræðingur (á sviði hvala). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Hvalir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt. Þetta var am.k. niðurstaða ítarlegustu rannsókn á dauðatíma langreyða sem fór fram sumarið 2014. Sérfræðingur í aflífun dýra/hvala fylgdist með veiðum úti á sjó og gerði ítarlega krufningu til að finna dánarorsök þegar í land var komið. Niðurstaðan var að 84% hvalanna (42 dýr) drápust strax. Restina eða 16% (8 dýr) tók að meðaltali 8 mínútur að aflífa (6,5-15mín). Norðmenn eru með hrefnukvóta upp á 1200 dýr á ári. Þeir nota nákvæmlega sömu veiðiaðferðir og við Íslendingar. Eru með 80% dauðaskot skv. rannsóknum. Þeir telja þessar veiðar rúmast fullkomlega innan allra sjónarmiða um dýravelferð. Veiðar á villtum dýrum verða aldrei fullkomnar eðli málsins samkvæmt. Allt bendir hins vegar til að aflífun hvala taki hvað stystan tíma. Borið t.a.m. saman við veiðar á hjartardýrum um víða veröld. Það fer hins vegar lítið fyrir andstæðingum þeirra veiða. Bara svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis froðufella dýravelferðarsinnar og fjölmiðlar þegar minnst er á hvalveiðar. Ég hefði meiri áhyggjur að velferð dýra sem alin eru upp í búrum eða við einhverjar framandi aðstæður. Svín eru örsjaldan nefnd í umræðunni. Sífelld smit og annað óárán herjar á búrdýr eins og kalkúna núna fyrir jól. Kjúklingar o.fl. dýr eru þar líka í flokki. Fyrir utan alla eldisfiskinn. Við þekkjum flest sýkingarnar og hreint dýraníð í þeim geira. En það telst ekki með. Enda bara fiskar. Enn ein hræsnin í þessum dýravelferðarmálum. Mér finnst frábært að vita að lömbin lifi frjáls úti í náttúrunni sitt stutta líf. Líkt og hjartardýrin sem skotin eru í skógum allra landa. Reyndar misgömul. Að lifa frjáls úti í náttúrunni eru nefnilega forréttindi villtra dýra. Hvalirnir njóta þessarra forréttinda ásamt ótal mörgum öðrum dýrategundum sem jafnframt eru veidd til matar. Með fullri virðingu fyrir fólki og fjölmiðlum sem þykjast berjast fyrir dýravelferð þá ætti þetta fólk aðeins að líta í spegil og spá í hvað dýravelferð þýðir í raun. Frekar en að beina spjótum sínum nánast eingöngu að hvalveiðum. Sem eru líklega þegar á botninn er hvolft mannúðlegustu veiðar á villtum dýrum sem menn þekkja til. Höfundur er líffræðingur (á sviði hvala).
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar