Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2024 12:02 Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir er foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði skólans. vísir Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. Í gær var greint frá því að stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafi tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum. Ótímabundin verkföll stóðu yfir í fáum útvöldum leikskólum áður en aðgerðum var frestað í síðustu viku. Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir, foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði segir foreldra í mikilli óvissu varðandi framhaldið en þeir hafi ekki fengið nein svör né loforð á borð við þau sem Fjölbrautarskóli Suðurlands hafi veitt. „Nei við höfum í rauninni bara séð þessa yfirlýsingu Kennarasambandins og það má ekki skilja hana á annan hátt en að við séum á leið aftur í verkfall þann 1. febrúar ef það verður ekki búið að semja.“ Hafa ekki fengið svör við fyrirspurnum Foreldrar hafi sent formlegt erindi á Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennara og á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins á mánudaginn varðandi framhaldið en hafa engin svör fengið. „Það virðist ekki vera vilji til að breyta neinu þrátt fyrir mikið ákall úr mörgum áttum og alvarlegar gagnrýnisraddir á þessa framkvæmd.“ Foreldrar bugaðir Hún tekur það fram að hún styðji kjarabaráttu kennara en gagnrýnir útfærslu verkfallsins þar sem nokkrar fjölskyldur séu notaðar í baráttunni. Foreldrar séu bugaðir og finnist óhugsandi að verða settir í sömu stöðu eftir tvo mánuði. Margir séu búnir að ganga á allt sumarfrí og nýta alla velvild hjá vinnuveitanda. Margrét veit um nokkra sem hafa misst vinnuna og aðra sem hafa sagt starfi sínu lausu því þeir hafi lítið sem ekkert bakland. Þá séu dæmi um að foreldrar hafi lent á spítala. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að fara í svona aðgerðir og mikið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við gagnrýnisröddum.“ Íhuga réttarstöðu sína Hún skorar á fulltrúa kennarastéttarinnar að svara fyrirspurnum foreldra. „En svo bara skora ég enn einu sinni á þau að endurhugsa þessar aðgerðir sem við teljum ólögmætar. Foreldrar eru að skoða réttarstöðu sína, við teljum þetta vera ólögmæta aðgerð.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í gær var greint frá því að stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafi tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum. Ótímabundin verkföll stóðu yfir í fáum útvöldum leikskólum áður en aðgerðum var frestað í síðustu viku. Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir, foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði segir foreldra í mikilli óvissu varðandi framhaldið en þeir hafi ekki fengið nein svör né loforð á borð við þau sem Fjölbrautarskóli Suðurlands hafi veitt. „Nei við höfum í rauninni bara séð þessa yfirlýsingu Kennarasambandins og það má ekki skilja hana á annan hátt en að við séum á leið aftur í verkfall þann 1. febrúar ef það verður ekki búið að semja.“ Hafa ekki fengið svör við fyrirspurnum Foreldrar hafi sent formlegt erindi á Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennara og á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins á mánudaginn varðandi framhaldið en hafa engin svör fengið. „Það virðist ekki vera vilji til að breyta neinu þrátt fyrir mikið ákall úr mörgum áttum og alvarlegar gagnrýnisraddir á þessa framkvæmd.“ Foreldrar bugaðir Hún tekur það fram að hún styðji kjarabaráttu kennara en gagnrýnir útfærslu verkfallsins þar sem nokkrar fjölskyldur séu notaðar í baráttunni. Foreldrar séu bugaðir og finnist óhugsandi að verða settir í sömu stöðu eftir tvo mánuði. Margir séu búnir að ganga á allt sumarfrí og nýta alla velvild hjá vinnuveitanda. Margrét veit um nokkra sem hafa misst vinnuna og aðra sem hafa sagt starfi sínu lausu því þeir hafi lítið sem ekkert bakland. Þá séu dæmi um að foreldrar hafi lent á spítala. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að fara í svona aðgerðir og mikið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við gagnrýnisröddum.“ Íhuga réttarstöðu sína Hún skorar á fulltrúa kennarastéttarinnar að svara fyrirspurnum foreldra. „En svo bara skora ég enn einu sinni á þau að endurhugsa þessar aðgerðir sem við teljum ólögmætar. Foreldrar eru að skoða réttarstöðu sína, við teljum þetta vera ólögmæta aðgerð.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38