Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2024 12:02 Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir er foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði skólans. vísir Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. Í gær var greint frá því að stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafi tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum. Ótímabundin verkföll stóðu yfir í fáum útvöldum leikskólum áður en aðgerðum var frestað í síðustu viku. Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir, foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði segir foreldra í mikilli óvissu varðandi framhaldið en þeir hafi ekki fengið nein svör né loforð á borð við þau sem Fjölbrautarskóli Suðurlands hafi veitt. „Nei við höfum í rauninni bara séð þessa yfirlýsingu Kennarasambandins og það má ekki skilja hana á annan hátt en að við séum á leið aftur í verkfall þann 1. febrúar ef það verður ekki búið að semja.“ Hafa ekki fengið svör við fyrirspurnum Foreldrar hafi sent formlegt erindi á Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennara og á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins á mánudaginn varðandi framhaldið en hafa engin svör fengið. „Það virðist ekki vera vilji til að breyta neinu þrátt fyrir mikið ákall úr mörgum áttum og alvarlegar gagnrýnisraddir á þessa framkvæmd.“ Foreldrar bugaðir Hún tekur það fram að hún styðji kjarabaráttu kennara en gagnrýnir útfærslu verkfallsins þar sem nokkrar fjölskyldur séu notaðar í baráttunni. Foreldrar séu bugaðir og finnist óhugsandi að verða settir í sömu stöðu eftir tvo mánuði. Margir séu búnir að ganga á allt sumarfrí og nýta alla velvild hjá vinnuveitanda. Margrét veit um nokkra sem hafa misst vinnuna og aðra sem hafa sagt starfi sínu lausu því þeir hafi lítið sem ekkert bakland. Þá séu dæmi um að foreldrar hafi lent á spítala. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að fara í svona aðgerðir og mikið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við gagnrýnisröddum.“ Íhuga réttarstöðu sína Hún skorar á fulltrúa kennarastéttarinnar að svara fyrirspurnum foreldra. „En svo bara skora ég enn einu sinni á þau að endurhugsa þessar aðgerðir sem við teljum ólögmætar. Foreldrar eru að skoða réttarstöðu sína, við teljum þetta vera ólögmæta aðgerð.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafi tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum. Ótímabundin verkföll stóðu yfir í fáum útvöldum leikskólum áður en aðgerðum var frestað í síðustu viku. Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir, foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði segir foreldra í mikilli óvissu varðandi framhaldið en þeir hafi ekki fengið nein svör né loforð á borð við þau sem Fjölbrautarskóli Suðurlands hafi veitt. „Nei við höfum í rauninni bara séð þessa yfirlýsingu Kennarasambandins og það má ekki skilja hana á annan hátt en að við séum á leið aftur í verkfall þann 1. febrúar ef það verður ekki búið að semja.“ Hafa ekki fengið svör við fyrirspurnum Foreldrar hafi sent formlegt erindi á Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennara og á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins á mánudaginn varðandi framhaldið en hafa engin svör fengið. „Það virðist ekki vera vilji til að breyta neinu þrátt fyrir mikið ákall úr mörgum áttum og alvarlegar gagnrýnisraddir á þessa framkvæmd.“ Foreldrar bugaðir Hún tekur það fram að hún styðji kjarabaráttu kennara en gagnrýnir útfærslu verkfallsins þar sem nokkrar fjölskyldur séu notaðar í baráttunni. Foreldrar séu bugaðir og finnist óhugsandi að verða settir í sömu stöðu eftir tvo mánuði. Margir séu búnir að ganga á allt sumarfrí og nýta alla velvild hjá vinnuveitanda. Margrét veit um nokkra sem hafa misst vinnuna og aðra sem hafa sagt starfi sínu lausu því þeir hafi lítið sem ekkert bakland. Þá séu dæmi um að foreldrar hafi lent á spítala. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að fara í svona aðgerðir og mikið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við gagnrýnisröddum.“ Íhuga réttarstöðu sína Hún skorar á fulltrúa kennarastéttarinnar að svara fyrirspurnum foreldra. „En svo bara skora ég enn einu sinni á þau að endurhugsa þessar aðgerðir sem við teljum ólögmætar. Foreldrar eru að skoða réttarstöðu sína, við teljum þetta vera ólögmæta aðgerð.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38