Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2024 19:33 Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini var kát þegar börnin mættu aftur í leikskólann í morgun. Vísir/Bjarni Grátklökkir foreldrar, kennarar og glöð börn hittust á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík í dag eftir langt verkfall. Leikskólastjórinn segist ekki geta hugsað til þess að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur eftir tvo mánuði ef samningar nást ekki í tæka tíð. Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og voru börnin á Drafnarsteini flest ánægð með að mæta aftur í leikskólann í dag. Gleði, kökkur í hálsi og faðmlög „Það var mikil gleði. Það var bara kökkur í hálsi og faðmlög og yndislegt. Miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera mikill rússíbani að standa í þessu og fyrir alla. Þannig að miklar tilfinningar og glöð börn,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini. „Við fullorðna fólkið vorum mikið í faðmlögum og svo auðvitað knús frá krökkunum. Þau eru ómetanleg og við höfum saknað þeirra mikið. Nú er náttúrulega aðventan gengin í garð þannig að þetta var mikil aðventugjöf.“ Börnin voru glöð að koma aftur í leikskólann, starfsfólkið og foreldrarnir ekki síður.Vísir/Einar Þess ber að geta að Halldóra hefur sjálf ekki verið í verkfalli og því verið starfandi síðustu fimm vikurnar. Það hafi verið sérstakt að vera í barnalausum leikskólanum allan þennan tíma. „Ég get ekki hugsað til þess“ Halldóra segir börnin hafa haft frá mörgu að segja eftir fjarveruna. „Það gerist ýmsilegt á fimm vikum. Það er búið að halda mörg afmæli og börn hafa orðið stóru systkini og það er búið að fara í flugvél. Þannig við erum svolítið búin að vera að taka púlsinn á hvað allir hafa verið að gera.“ Einungis er um frestun verkfallsaðgerða að ræða og hefst verkfall á ný ef ekki verður búið að semja fyrir 1. febrúar. Halldóra segir það erfiða tilhugsun að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur. „Ég get ekki hugsað til þess. Það er bara einn dagur í einu. Það verður bara að koma í ljós og ég vona svo sannarlega að samningar náist áður en það verður,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og voru börnin á Drafnarsteini flest ánægð með að mæta aftur í leikskólann í dag. Gleði, kökkur í hálsi og faðmlög „Það var mikil gleði. Það var bara kökkur í hálsi og faðmlög og yndislegt. Miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera mikill rússíbani að standa í þessu og fyrir alla. Þannig að miklar tilfinningar og glöð börn,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini. „Við fullorðna fólkið vorum mikið í faðmlögum og svo auðvitað knús frá krökkunum. Þau eru ómetanleg og við höfum saknað þeirra mikið. Nú er náttúrulega aðventan gengin í garð þannig að þetta var mikil aðventugjöf.“ Börnin voru glöð að koma aftur í leikskólann, starfsfólkið og foreldrarnir ekki síður.Vísir/Einar Þess ber að geta að Halldóra hefur sjálf ekki verið í verkfalli og því verið starfandi síðustu fimm vikurnar. Það hafi verið sérstakt að vera í barnalausum leikskólanum allan þennan tíma. „Ég get ekki hugsað til þess“ Halldóra segir börnin hafa haft frá mörgu að segja eftir fjarveruna. „Það gerist ýmsilegt á fimm vikum. Það er búið að halda mörg afmæli og börn hafa orðið stóru systkini og það er búið að fara í flugvél. Þannig við erum svolítið búin að vera að taka púlsinn á hvað allir hafa verið að gera.“ Einungis er um frestun verkfallsaðgerða að ræða og hefst verkfall á ný ef ekki verður búið að semja fyrir 1. febrúar. Halldóra segir það erfiða tilhugsun að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur. „Ég get ekki hugsað til þess. Það er bara einn dagur í einu. Það verður bara að koma í ljós og ég vona svo sannarlega að samningar náist áður en það verður,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01