Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 13:58 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla. Kalt og þurrt er nú í höfuðborginni en við þær aðstæður safnast svifryk frá umferð upp í stað þess að dreifast. Vindhraði var aðeins um tveir metrar á sekúndu í hádeginu og spáð er hægum vindi í allan dag. Því er varað við því að styrkur svifryks fari aftur hækkandi þegar síðdegisumferðin fer af stað í dag. Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því má reikna með áframhaldandi svifryksmengun samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Helstu stofngötu og þjóðvegir í þéttbýli verða rykbundnir í nótt til að draga úr uppþyrlun ryks. Engu að síður er fólk hvatt til að geyma bílferðir sem eru ekki aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra samgöngumáta til þess að draga úr menguninni. Þá skorar borgin á fyrirtæki til þess að hvetja starfsfólk sitt til þess að vinna fjarvinnu ef það hefur kost á og draga þannig úr akstri. Svifryk er skaðlegt heilsu fólks, sérstaklega þess sem hefur undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Varað er við áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna þegar svifryksmengun er mikil og öldruðum og börnum er ráðlagt að forðast útiveru vegna hennar. Aðaluppspretta þeirra svifryksmengunar sem nú mælist í borginni, þar sem agnir eru um tíu míkrógrömm að stærð, er uppspænt malbik, sót sem kemur aðallega frá bruna dísilolíu, jarðvegsagnir, salt og aska. Loftgæði Bílar Umferð Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Kalt og þurrt er nú í höfuðborginni en við þær aðstæður safnast svifryk frá umferð upp í stað þess að dreifast. Vindhraði var aðeins um tveir metrar á sekúndu í hádeginu og spáð er hægum vindi í allan dag. Því er varað við því að styrkur svifryks fari aftur hækkandi þegar síðdegisumferðin fer af stað í dag. Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því má reikna með áframhaldandi svifryksmengun samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Helstu stofngötu og þjóðvegir í þéttbýli verða rykbundnir í nótt til að draga úr uppþyrlun ryks. Engu að síður er fólk hvatt til að geyma bílferðir sem eru ekki aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra samgöngumáta til þess að draga úr menguninni. Þá skorar borgin á fyrirtæki til þess að hvetja starfsfólk sitt til þess að vinna fjarvinnu ef það hefur kost á og draga þannig úr akstri. Svifryk er skaðlegt heilsu fólks, sérstaklega þess sem hefur undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Varað er við áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna þegar svifryksmengun er mikil og öldruðum og börnum er ráðlagt að forðast útiveru vegna hennar. Aðaluppspretta þeirra svifryksmengunar sem nú mælist í borginni, þar sem agnir eru um tíu míkrógrömm að stærð, er uppspænt malbik, sót sem kemur aðallega frá bruna dísilolíu, jarðvegsagnir, salt og aska.
Loftgæði Bílar Umferð Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira