Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:42 Martin Hermannsson er tveggja barna faðir í dag en hann ætlaði sér alltaf að verða ungur pabbi. Getty/Moritz Eden Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermansson ræðir ítarlega föðurhlutverkið í nýju viðtali á miðlum þýsku körfuboltadeildarinnar, easyCredit Basketball Bundesliga. Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl) Þýski körfuboltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira
Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl)
Þýski körfuboltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira