Steyptu fyrsta gullmolann Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 09:55 Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, heldur stoltur á fyrsta gullinu sem félagið steypti í Nalunaq. Amaroq Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“ Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira