Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 09:31 Í Ummyndunum Óvíðs, einu höfuðverka latneskra bókmennta, segir frá sköpun heimsins, þar sem Guð skapar reiðu úr óreiðu, og gullöld þar sem náttúran var í jafnvægi. Í þýðingu Kristján Árnasonar hljómar lýsingin þannig: „Áður en haf og hauður og hvelfdur himinninn skildust að, var ásýnd gervallar náttúrunnar ein og hin sama […]. En úr þessari flækju greiddi einhver Guð eða mildari náttúra með því að skilja jörð og haf frá löndum og heiðan upphimin frá gufuhvolfinu.“ Síðan segir: „Í upphafi var gullöld, og þá tíðkuðust engar hefndir, en menn virtu af sjálfsdáðum lög og rétt. […] Þá var eilíft vor, og þýðir vestanvindar blésu hlýju lofti yfir akrana sem höfðu vaxið ósánir. Brátt bar óplægð jörðin ávöxt, og óræktaðir akrarnir urðu hvítir af kornöxum. Mjólk flæddi í stríðum straumum og ódáinsveigar, og gult hunang draup af grænum eikum.“ Stórsaga Óvíðs heldur áfram og fjallar um synd mannanna og það að Júpíter og guðaþingið samþykkja að drekkja mannkyni í syndaflóði. Um afstöðu Guðanna segir „Sumir gerðu góðan róm að þessum orðum Júpíters og kyntu með því undir bræði hans, aðrir samsinntu með lófataki. En að meta mannkynið einskis var þeim þyrnir í augum.“ Úr varð að mannkyni er drekkt í flóði, dýrin spretta aftur upp úr moldinni eins og ekkert væri en mannkynið fær nýtt upphaf í gegnum Devkalíon og Pyrru. Þau bjargast á báti og um þau segir: „þá var ekki uppi neinn betri maður né ráðvandaðri en hann né nokkur guðhræddari kona en hún“. Syndaflóð Ummyndanirnar eru mun yngri en frásagnir Gamla testamentisins og því blasir við sú ályktun að Óvíð hafi þekkt grískar þýðingar þeirra, en fæstir fræðimenn eru þó á því máli. Fleiri hafa bent á Hesíod, einn af höfuðskáldum Grikkja, sem og nærausturlenskar frásagnir sem innihalda frásagnir af flóðum, á borð við Gilgameskviðu, sem segir frá guðþingi er ákvað að drekkja mannkyni vegna þess hávaða sem mannkynið veldur. Hávaði mannkyns eða ófriður er eitt af meginstefjum kviðunnar og í sögunni smíðar Utnapishtim bát ætlað að bjarga „öllum lifandi verum“ á meðan mannkynið allt verður að leir. Utnapishtim og kona hans komast í guðatölu og mannkynið heldur áfram undan þeim. Fleiri sambærilegar sögur hafa varðveist í slitrum frá hinni fornu Mesópótamíu. Hver sem tengsl þessara sagna eru, er ljóst að stefið um syndaflóð var útbreitt í hinum forna heimi og því vaknar spurningin hvað kallar á slíka sögu. Hjá Óvíð er ástæðan „stríð og átök manna á milli“, í Gilgameskviðu ófriður mannanna og í sögunni af Nóa „að illska mannanna var mikil orðin á jörðinni og að allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills.“ Þó Örkin hans Nóa sé ein þekktasta táknmyndin úr Biblíunni í barnamenningu, með ótal leikföngum og teikningum af Nóa í örkinni, þá er sagan með engum hætti barnasaga: „Þá iðraðist [Guð] þess að hafa skapað mennina á jörðinni og hann hryggðist í hjarta sínu og sagði: ,Ég vil afmá mennina, sem ég skapaði, af jörðinni, bæði menn og kvikfé, skriðdýr og fugla himins, því að mig iðrar þess að hafa gert þá.‘“ Sú guðsmynd og sá mannskilningur sem hér er dreginn upp er sláandi, en ég vil draga fram þrjár víddir í þessari táknsögu sem eiga erindi inn í okkar samtíma. Umhverfisvernd og syndaflóð Sú fyrsta snertir það samband sem allar þessar sögur segja vera á milli hegðunar mannkyns og náttúruhamfara. Samhengi biblíusögunnar hefst með sköpuninni, „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð [...] en andi Guðs sveif yfir vötnunum.“ Þá var maðurinn settur „í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans“, en hann bregst hlutverki sínu og við tekur saga sem einkennist af syndafalli, bræðramorði og illsku. Þegar kemur að flóðinu hefur illskan tekið yfir og afleiðingin eru hamfarir: „Jörðin var spillt í augum Guðs og full ranglætis. [...] Guð sagði við Nóa: ,Ég hef ákveðið endalok allra manna á jörðinni því að jörðin er full orðin af ranglæti þeirra vegna.‘“ Þessi táknsaga hefur aldrei átt meira erindi en sökum ágangs okkar og græðgi, fjölgar flóðum um allan heim með tilheyrandi þjáningu. Mannkynið hefur á tveimur öldum valdið því að yfir milljón tegunda er í útrýmingarhættu og lífmassi villtra dýra hefur fallið um 90% á jörðinni. Nóaflóðið er tilraun til að endurheimta þann aldingarð sköpunarinnar sem lýst er í upphafi 1. Mósebókar og það er brýnasta erindi okkar í samtímanum. Ekkert viðfangsefni stjórnmála, menningar eða atvinnulífs, er brýnna en að bjarga því sem bjargað verður í lífríki jarðar, áður en að flóðið gleypir okkur öll. Nói hlýddi Guði og niðurstaðan var nýtt upphaf. Spámenn okkar daga, vísindasamfélagið, hafa talað skýrt en við þurfum táknsögur til að takast á við þann veruleika og þar er engin táknsaga öflugri en hugmyndin um syndaflóð. Nói og örkin hans Önnur víddin sem ég vil draga fram er persóna Nóa, en sagan segir að „Nói var réttlátur og vandaður maður á sinni tíð. Hann gekk með Guði.“ Mannsskilningur Biblíunnar er sá, að sköpun Guðs sé góð, „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. [...] Hann skapaði þau karl og konu. Guð blessaði þau. Og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, [...] og sjá, það var harla gott.“ En maðurinn er breyskur, fallinn og hneigist til illsku, haldi hann sér ekki að hinu góða. Það er sagan af syndafalli, af bræðramorði, og af þeirri illsku sem Biblíunni er tíðrætt um að sinna ekki þeim sem þurfa þess við. „Nói var réttlátur og vandaður maður á sinni tíð“ og útvalinn af Guði, en þrátt fyrir það var örkin varla fyrr lent á fjallinu en Nói „varð drukkinn [af víni]“ og gengur fram af fjölskyldu sinni með framferði sínu. Hinn útvaldi maður Guðs var ekki fullkominn maður, frekar en nein okkar erum fullkomin, og því eigum við annarsvegar að hætta leitinni að fullkomnum leiðtogum, og hinsvegar að bera ábyrgð þrátt fyrir breyskleika okkar. Þriðja, og síðasta víddin, sem ég vil benda á er sú von sem sagan af Nóa boðar. Flóðið hopaði og það skjól sem örkin veitti hefur kirkjan tekið upp sem sína táknmynd, þess vegna er kirkjurými kallað kirkjuskip. Guð skilur Nóa eftir með varnaðarorð og fyrirheiti, varnaðarorðin varða illsku mannsins og fyrirheitið: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur, verið fjölmenn á jörðinni og margfaldist á henni. Ég stofna nú til sáttmála við ykkur og niðja ykkar og allar lifandi skepnur sem með ykkur eru. Aldrei framar mun flóð koma og eyða jörðina. Boga minn hef ég sett í skýin. Hann skal vera tákn sáttmálans milli mín og jarðarinnar.“ Ábyrgð okkar er að endurheimta samfélag sem lifir í jafnvægi við náttúruna, svo við köllum ekki yfir okkur annað syndaflóð, í þetta sinn af eigin völdum. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Ummyndunum Óvíðs, einu höfuðverka latneskra bókmennta, segir frá sköpun heimsins, þar sem Guð skapar reiðu úr óreiðu, og gullöld þar sem náttúran var í jafnvægi. Í þýðingu Kristján Árnasonar hljómar lýsingin þannig: „Áður en haf og hauður og hvelfdur himinninn skildust að, var ásýnd gervallar náttúrunnar ein og hin sama […]. En úr þessari flækju greiddi einhver Guð eða mildari náttúra með því að skilja jörð og haf frá löndum og heiðan upphimin frá gufuhvolfinu.“ Síðan segir: „Í upphafi var gullöld, og þá tíðkuðust engar hefndir, en menn virtu af sjálfsdáðum lög og rétt. […] Þá var eilíft vor, og þýðir vestanvindar blésu hlýju lofti yfir akrana sem höfðu vaxið ósánir. Brátt bar óplægð jörðin ávöxt, og óræktaðir akrarnir urðu hvítir af kornöxum. Mjólk flæddi í stríðum straumum og ódáinsveigar, og gult hunang draup af grænum eikum.“ Stórsaga Óvíðs heldur áfram og fjallar um synd mannanna og það að Júpíter og guðaþingið samþykkja að drekkja mannkyni í syndaflóði. Um afstöðu Guðanna segir „Sumir gerðu góðan róm að þessum orðum Júpíters og kyntu með því undir bræði hans, aðrir samsinntu með lófataki. En að meta mannkynið einskis var þeim þyrnir í augum.“ Úr varð að mannkyni er drekkt í flóði, dýrin spretta aftur upp úr moldinni eins og ekkert væri en mannkynið fær nýtt upphaf í gegnum Devkalíon og Pyrru. Þau bjargast á báti og um þau segir: „þá var ekki uppi neinn betri maður né ráðvandaðri en hann né nokkur guðhræddari kona en hún“. Syndaflóð Ummyndanirnar eru mun yngri en frásagnir Gamla testamentisins og því blasir við sú ályktun að Óvíð hafi þekkt grískar þýðingar þeirra, en fæstir fræðimenn eru þó á því máli. Fleiri hafa bent á Hesíod, einn af höfuðskáldum Grikkja, sem og nærausturlenskar frásagnir sem innihalda frásagnir af flóðum, á borð við Gilgameskviðu, sem segir frá guðþingi er ákvað að drekkja mannkyni vegna þess hávaða sem mannkynið veldur. Hávaði mannkyns eða ófriður er eitt af meginstefjum kviðunnar og í sögunni smíðar Utnapishtim bát ætlað að bjarga „öllum lifandi verum“ á meðan mannkynið allt verður að leir. Utnapishtim og kona hans komast í guðatölu og mannkynið heldur áfram undan þeim. Fleiri sambærilegar sögur hafa varðveist í slitrum frá hinni fornu Mesópótamíu. Hver sem tengsl þessara sagna eru, er ljóst að stefið um syndaflóð var útbreitt í hinum forna heimi og því vaknar spurningin hvað kallar á slíka sögu. Hjá Óvíð er ástæðan „stríð og átök manna á milli“, í Gilgameskviðu ófriður mannanna og í sögunni af Nóa „að illska mannanna var mikil orðin á jörðinni og að allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills.“ Þó Örkin hans Nóa sé ein þekktasta táknmyndin úr Biblíunni í barnamenningu, með ótal leikföngum og teikningum af Nóa í örkinni, þá er sagan með engum hætti barnasaga: „Þá iðraðist [Guð] þess að hafa skapað mennina á jörðinni og hann hryggðist í hjarta sínu og sagði: ,Ég vil afmá mennina, sem ég skapaði, af jörðinni, bæði menn og kvikfé, skriðdýr og fugla himins, því að mig iðrar þess að hafa gert þá.‘“ Sú guðsmynd og sá mannskilningur sem hér er dreginn upp er sláandi, en ég vil draga fram þrjár víddir í þessari táknsögu sem eiga erindi inn í okkar samtíma. Umhverfisvernd og syndaflóð Sú fyrsta snertir það samband sem allar þessar sögur segja vera á milli hegðunar mannkyns og náttúruhamfara. Samhengi biblíusögunnar hefst með sköpuninni, „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð [...] en andi Guðs sveif yfir vötnunum.“ Þá var maðurinn settur „í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans“, en hann bregst hlutverki sínu og við tekur saga sem einkennist af syndafalli, bræðramorði og illsku. Þegar kemur að flóðinu hefur illskan tekið yfir og afleiðingin eru hamfarir: „Jörðin var spillt í augum Guðs og full ranglætis. [...] Guð sagði við Nóa: ,Ég hef ákveðið endalok allra manna á jörðinni því að jörðin er full orðin af ranglæti þeirra vegna.‘“ Þessi táknsaga hefur aldrei átt meira erindi en sökum ágangs okkar og græðgi, fjölgar flóðum um allan heim með tilheyrandi þjáningu. Mannkynið hefur á tveimur öldum valdið því að yfir milljón tegunda er í útrýmingarhættu og lífmassi villtra dýra hefur fallið um 90% á jörðinni. Nóaflóðið er tilraun til að endurheimta þann aldingarð sköpunarinnar sem lýst er í upphafi 1. Mósebókar og það er brýnasta erindi okkar í samtímanum. Ekkert viðfangsefni stjórnmála, menningar eða atvinnulífs, er brýnna en að bjarga því sem bjargað verður í lífríki jarðar, áður en að flóðið gleypir okkur öll. Nói hlýddi Guði og niðurstaðan var nýtt upphaf. Spámenn okkar daga, vísindasamfélagið, hafa talað skýrt en við þurfum táknsögur til að takast á við þann veruleika og þar er engin táknsaga öflugri en hugmyndin um syndaflóð. Nói og örkin hans Önnur víddin sem ég vil draga fram er persóna Nóa, en sagan segir að „Nói var réttlátur og vandaður maður á sinni tíð. Hann gekk með Guði.“ Mannsskilningur Biblíunnar er sá, að sköpun Guðs sé góð, „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. [...] Hann skapaði þau karl og konu. Guð blessaði þau. Og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, [...] og sjá, það var harla gott.“ En maðurinn er breyskur, fallinn og hneigist til illsku, haldi hann sér ekki að hinu góða. Það er sagan af syndafalli, af bræðramorði, og af þeirri illsku sem Biblíunni er tíðrætt um að sinna ekki þeim sem þurfa þess við. „Nói var réttlátur og vandaður maður á sinni tíð“ og útvalinn af Guði, en þrátt fyrir það var örkin varla fyrr lent á fjallinu en Nói „varð drukkinn [af víni]“ og gengur fram af fjölskyldu sinni með framferði sínu. Hinn útvaldi maður Guðs var ekki fullkominn maður, frekar en nein okkar erum fullkomin, og því eigum við annarsvegar að hætta leitinni að fullkomnum leiðtogum, og hinsvegar að bera ábyrgð þrátt fyrir breyskleika okkar. Þriðja, og síðasta víddin, sem ég vil benda á er sú von sem sagan af Nóa boðar. Flóðið hopaði og það skjól sem örkin veitti hefur kirkjan tekið upp sem sína táknmynd, þess vegna er kirkjurými kallað kirkjuskip. Guð skilur Nóa eftir með varnaðarorð og fyrirheiti, varnaðarorðin varða illsku mannsins og fyrirheitið: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur, verið fjölmenn á jörðinni og margfaldist á henni. Ég stofna nú til sáttmála við ykkur og niðja ykkar og allar lifandi skepnur sem með ykkur eru. Aldrei framar mun flóð koma og eyða jörðina. Boga minn hef ég sett í skýin. Hann skal vera tákn sáttmálans milli mín og jarðarinnar.“ Ábyrgð okkar er að endurheimta samfélag sem lifir í jafnvægi við náttúruna, svo við köllum ekki yfir okkur annað syndaflóð, í þetta sinn af eigin völdum. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun