Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 19:50 Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar