Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 19:50 Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun