Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 19:50 Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun