Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 11:53 María Björk Einarsdóttir er forstjóri Símans. Síminn Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið í gær að veita Maríu Björk Einarsdóttur forstjóra kauprétt að 11.250.000 hlutum, Birki Ágústssyni, framkvæmdastjóra miðla, kauprétt að 5.625.000 hlutum og Vésteini Gauta Haukssyni, framkvæmdastjóra auglýsingamiðlunar, kauprétt að 5.625.000 hlutum. Öll ný í framkvæmdastjórninni María Björk tók við stjórnartaumunum af Orra Haukssyni í júní og þeir Birkir og Vésteinn Gauti komu inn í framkvæmdastjórn um miðjan september. Í tilkynningu segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem hafi verið samþykkt á aðalfundi Símans hinn 14. mars 2024. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemi nú 69.375.000 hluta, eða um 2,62 prósentum hlutafjár í félaginu. Alls séu um að ræða nítján starfsmenn. Heildarkostnaður félagsins vegna útistandandi samninga út nýtingartímann sé áætlaður um níutíu milljónir og þá sé byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Ávinnst á þremur árum Í tilkynningu segir að grunnverðið sé 12,31 króna á hlut en skuli þó ekki vera lægra en vegið meðalverð með hluti félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Ísland með hluti félagsins fyrir úthlutun kauprétta. Grunnverð samninganna sé sama verð og núgildandi nýtingarverð annarra stjórnenda sem gerðu kaupréttarsamning 17. maí 2023, uppreiknað með tilliti til vaxta. Við grunnverð bætist vextir sem skuli samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki fjögur prósent á ári. Verðið skuli leiðrétt meðal annars fyrir arðgreiðslum sem kunni að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna. Kauprétturinn ávinnist á þremur árum frá úthlutun. Að ávinnslutímabili loknu verði kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem hefjist í kjölfar birtingar ársuppgjörs félagsins ár hvert á árunum 2028 til 2030. Kaupréttarhafi geti nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar ársuppgjörs eða hálfsársuppgjörs félagsins innan hvers tímabils, og geti frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils. Síminn Kauphöllin Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið í gær að veita Maríu Björk Einarsdóttur forstjóra kauprétt að 11.250.000 hlutum, Birki Ágústssyni, framkvæmdastjóra miðla, kauprétt að 5.625.000 hlutum og Vésteini Gauta Haukssyni, framkvæmdastjóra auglýsingamiðlunar, kauprétt að 5.625.000 hlutum. Öll ný í framkvæmdastjórninni María Björk tók við stjórnartaumunum af Orra Haukssyni í júní og þeir Birkir og Vésteinn Gauti komu inn í framkvæmdastjórn um miðjan september. Í tilkynningu segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem hafi verið samþykkt á aðalfundi Símans hinn 14. mars 2024. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemi nú 69.375.000 hluta, eða um 2,62 prósentum hlutafjár í félaginu. Alls séu um að ræða nítján starfsmenn. Heildarkostnaður félagsins vegna útistandandi samninga út nýtingartímann sé áætlaður um níutíu milljónir og þá sé byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Ávinnst á þremur árum Í tilkynningu segir að grunnverðið sé 12,31 króna á hlut en skuli þó ekki vera lægra en vegið meðalverð með hluti félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Ísland með hluti félagsins fyrir úthlutun kauprétta. Grunnverð samninganna sé sama verð og núgildandi nýtingarverð annarra stjórnenda sem gerðu kaupréttarsamning 17. maí 2023, uppreiknað með tilliti til vaxta. Við grunnverð bætist vextir sem skuli samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki fjögur prósent á ári. Verðið skuli leiðrétt meðal annars fyrir arðgreiðslum sem kunni að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna. Kauprétturinn ávinnist á þremur árum frá úthlutun. Að ávinnslutímabili loknu verði kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem hefjist í kjölfar birtingar ársuppgjörs félagsins ár hvert á árunum 2028 til 2030. Kaupréttarhafi geti nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar ársuppgjörs eða hálfsársuppgjörs félagsins innan hvers tímabils, og geti frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils.
Síminn Kauphöllin Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent