Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 11:53 María Björk Einarsdóttir er forstjóri Símans. Síminn Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið í gær að veita Maríu Björk Einarsdóttur forstjóra kauprétt að 11.250.000 hlutum, Birki Ágústssyni, framkvæmdastjóra miðla, kauprétt að 5.625.000 hlutum og Vésteini Gauta Haukssyni, framkvæmdastjóra auglýsingamiðlunar, kauprétt að 5.625.000 hlutum. Öll ný í framkvæmdastjórninni María Björk tók við stjórnartaumunum af Orra Haukssyni í júní og þeir Birkir og Vésteinn Gauti komu inn í framkvæmdastjórn um miðjan september. Í tilkynningu segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem hafi verið samþykkt á aðalfundi Símans hinn 14. mars 2024. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemi nú 69.375.000 hluta, eða um 2,62 prósentum hlutafjár í félaginu. Alls séu um að ræða nítján starfsmenn. Heildarkostnaður félagsins vegna útistandandi samninga út nýtingartímann sé áætlaður um níutíu milljónir og þá sé byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Ávinnst á þremur árum Í tilkynningu segir að grunnverðið sé 12,31 króna á hlut en skuli þó ekki vera lægra en vegið meðalverð með hluti félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Ísland með hluti félagsins fyrir úthlutun kauprétta. Grunnverð samninganna sé sama verð og núgildandi nýtingarverð annarra stjórnenda sem gerðu kaupréttarsamning 17. maí 2023, uppreiknað með tilliti til vaxta. Við grunnverð bætist vextir sem skuli samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki fjögur prósent á ári. Verðið skuli leiðrétt meðal annars fyrir arðgreiðslum sem kunni að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna. Kauprétturinn ávinnist á þremur árum frá úthlutun. Að ávinnslutímabili loknu verði kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem hefjist í kjölfar birtingar ársuppgjörs félagsins ár hvert á árunum 2028 til 2030. Kaupréttarhafi geti nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar ársuppgjörs eða hálfsársuppgjörs félagsins innan hvers tímabils, og geti frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils. Síminn Kauphöllin Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið í gær að veita Maríu Björk Einarsdóttur forstjóra kauprétt að 11.250.000 hlutum, Birki Ágústssyni, framkvæmdastjóra miðla, kauprétt að 5.625.000 hlutum og Vésteini Gauta Haukssyni, framkvæmdastjóra auglýsingamiðlunar, kauprétt að 5.625.000 hlutum. Öll ný í framkvæmdastjórninni María Björk tók við stjórnartaumunum af Orra Haukssyni í júní og þeir Birkir og Vésteinn Gauti komu inn í framkvæmdastjórn um miðjan september. Í tilkynningu segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem hafi verið samþykkt á aðalfundi Símans hinn 14. mars 2024. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemi nú 69.375.000 hluta, eða um 2,62 prósentum hlutafjár í félaginu. Alls séu um að ræða nítján starfsmenn. Heildarkostnaður félagsins vegna útistandandi samninga út nýtingartímann sé áætlaður um níutíu milljónir og þá sé byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Ávinnst á þremur árum Í tilkynningu segir að grunnverðið sé 12,31 króna á hlut en skuli þó ekki vera lægra en vegið meðalverð með hluti félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Ísland með hluti félagsins fyrir úthlutun kauprétta. Grunnverð samninganna sé sama verð og núgildandi nýtingarverð annarra stjórnenda sem gerðu kaupréttarsamning 17. maí 2023, uppreiknað með tilliti til vaxta. Við grunnverð bætist vextir sem skuli samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki fjögur prósent á ári. Verðið skuli leiðrétt meðal annars fyrir arðgreiðslum sem kunni að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna. Kauprétturinn ávinnist á þremur árum frá úthlutun. Að ávinnslutímabili loknu verði kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem hefjist í kjölfar birtingar ársuppgjörs félagsins ár hvert á árunum 2028 til 2030. Kaupréttarhafi geti nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar ársuppgjörs eða hálfsársuppgjörs félagsins innan hvers tímabils, og geti frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils.
Síminn Kauphöllin Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira