Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar 27. nóvember 2024 10:10 Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun