Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 20:00 Í dag var nýtt meðferðarheimili opnað og voru fjölmargir sem vinna í þágu barna viðstaddir opnunina. Vísir/Bjarni Nýtt meðferðarheimili fyrir ungmenni var í dag opnað í Mosfellsbæ en heimilinu er ætlað að vera viðbót við greiningar- og meðferðardeild Stuðla. Meðferðarheimilið heitir Blönduhlíð og stendur við Farsældartún þar sem sérstakt þjónustuþorp fyrir börn á að rísa. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda. Vinna við stofnun heimilisins hófst seint á síðasta ári þegar mikil þörf myndaðist fyrir aðgreiningu milli ungmenna eftir að Stuðlar hófu að taka við börnum í afplánun og gæsluvarðhald. Eftir að skelfilegur bruni varð á Stuðlum í október, fækkaði meðferðarplássum á Stuðlum um tvö rými sem voru færð yfir á neyðarvistun Stuðla til bráðabirgða. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að þau hafi þurft að hreyfa sig hratt til að opna Blönduhlíð. „Það var sett allt trukk á að koma Blönduhlíðinni hér af stað þannig að það voru ráðnir fleiri verktakar og starfsmenn hér inn og svo erum við að reyna að ráða starfsfólk samhliða þessu og áætlum að opna hér bara í desember um leið og við höfum klárað að manna að fullu.“ Áætlað er að börn með þyngri vanda fái áfram greiningu og meðferð á meðferðardeild Stuðla en meðferðarheimilið Blönduhlíð verður opnara úrræði en er á Stuðlum. Foreldrar hafa haft áhyggjur af blöndun ólíkra hópa á Stuðlum. „Það segir sig sjálft að við setjum ekki þrettán ára barn með hegðunarvanda inn með einhverjum sem eru komnir langt í fíkniefnaneyslu og eru að nálgast átján ára aldurinn þannig að með því að hafa tvö greiningar- og meðferðarheimili þá getum við aðgreint betur og kortlagt svolítið hvaða börn eru að fara hvert,“ segir Ólöf. Opnun meðferðarheimilisins Blönduhlíðar er aðeins fyrsta skrefið af mörgum því á þessu svæði, sem kallast Farsældartún, á að rísa þjónustuþorp fyrir börn og er heilmikil uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Hugmyndin er að opinberar stofnanir sem fjalla um börn geti verið með aðsetur í Farsældartúni en líka geðlæknar og sálfræðingar. Haraldur L. Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns.Vísir/Bjarni Farsældartún er sjálfseignastofnun sem stofnuð var á síðasta ári en hún hefur til umráða sex hektara land. Haraldur L. Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns. „Við sjáum fyrir okkur að það verði sameiginlegt mötuneyti og síðan náttúrulega erum við með íþróttaaðstöðu og annað slíkt fyrir börn þannig að það verði mikil samlegðaráhrif af því að vera hérna og síðan erum við komin með mikla þekkingu á sama stað svo fólk þurfi ekki að fara út og suður til þess að sækja aðstoð fyrir börnin sín.“ „Held þetta gæti orðið alveg einstakt“ Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, var viðstaddur opnunina og var glaður með áfangann. „Það var auðvitað alveg ótrúlega merkilegt að IOGT á Íslandi skyldi ánafna íslenskum börnum þetta svæði hérna á besta stað og síðan er verið að vinna deiliskipulag að þessu og markmiðið er að hér muni geta starfað á breiðum grunni allir þeir sem vinna að málefnum barna og þetta fyrsta skref sem við erum að stíga hérna í dag er liður í því en síðan er í vinnslu að stíga frekari skref en ég held þetta geti orðið algjörlega einstakt og aukið mjög á samtal og samvinnu ólíkra aðila þegar kemur að málefnum barna.“ Málefni Stuðla Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. 27. september 2024 19:41 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda. Vinna við stofnun heimilisins hófst seint á síðasta ári þegar mikil þörf myndaðist fyrir aðgreiningu milli ungmenna eftir að Stuðlar hófu að taka við börnum í afplánun og gæsluvarðhald. Eftir að skelfilegur bruni varð á Stuðlum í október, fækkaði meðferðarplássum á Stuðlum um tvö rými sem voru færð yfir á neyðarvistun Stuðla til bráðabirgða. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að þau hafi þurft að hreyfa sig hratt til að opna Blönduhlíð. „Það var sett allt trukk á að koma Blönduhlíðinni hér af stað þannig að það voru ráðnir fleiri verktakar og starfsmenn hér inn og svo erum við að reyna að ráða starfsfólk samhliða þessu og áætlum að opna hér bara í desember um leið og við höfum klárað að manna að fullu.“ Áætlað er að börn með þyngri vanda fái áfram greiningu og meðferð á meðferðardeild Stuðla en meðferðarheimilið Blönduhlíð verður opnara úrræði en er á Stuðlum. Foreldrar hafa haft áhyggjur af blöndun ólíkra hópa á Stuðlum. „Það segir sig sjálft að við setjum ekki þrettán ára barn með hegðunarvanda inn með einhverjum sem eru komnir langt í fíkniefnaneyslu og eru að nálgast átján ára aldurinn þannig að með því að hafa tvö greiningar- og meðferðarheimili þá getum við aðgreint betur og kortlagt svolítið hvaða börn eru að fara hvert,“ segir Ólöf. Opnun meðferðarheimilisins Blönduhlíðar er aðeins fyrsta skrefið af mörgum því á þessu svæði, sem kallast Farsældartún, á að rísa þjónustuþorp fyrir börn og er heilmikil uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Hugmyndin er að opinberar stofnanir sem fjalla um börn geti verið með aðsetur í Farsældartúni en líka geðlæknar og sálfræðingar. Haraldur L. Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns.Vísir/Bjarni Farsældartún er sjálfseignastofnun sem stofnuð var á síðasta ári en hún hefur til umráða sex hektara land. Haraldur L. Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns. „Við sjáum fyrir okkur að það verði sameiginlegt mötuneyti og síðan náttúrulega erum við með íþróttaaðstöðu og annað slíkt fyrir börn þannig að það verði mikil samlegðaráhrif af því að vera hérna og síðan erum við komin með mikla þekkingu á sama stað svo fólk þurfi ekki að fara út og suður til þess að sækja aðstoð fyrir börnin sín.“ „Held þetta gæti orðið alveg einstakt“ Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, var viðstaddur opnunina og var glaður með áfangann. „Það var auðvitað alveg ótrúlega merkilegt að IOGT á Íslandi skyldi ánafna íslenskum börnum þetta svæði hérna á besta stað og síðan er verið að vinna deiliskipulag að þessu og markmiðið er að hér muni geta starfað á breiðum grunni allir þeir sem vinna að málefnum barna og þetta fyrsta skref sem við erum að stíga hérna í dag er liður í því en síðan er í vinnslu að stíga frekari skref en ég held þetta geti orðið algjörlega einstakt og aukið mjög á samtal og samvinnu ólíkra aðila þegar kemur að málefnum barna.“
Málefni Stuðla Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. 27. september 2024 19:41 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. 27. september 2024 19:41
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06
Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06