Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 20:00 Í dag var nýtt meðferðarheimili opnað og voru fjölmargir sem vinna í þágu barna viðstaddir opnunina. Vísir/Bjarni Nýtt meðferðarheimili fyrir ungmenni var í dag opnað í Mosfellsbæ en heimilinu er ætlað að vera viðbót við greiningar- og meðferðardeild Stuðla. Meðferðarheimilið heitir Blönduhlíð og stendur við Farsældartún þar sem sérstakt þjónustuþorp fyrir börn á að rísa. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda. Vinna við stofnun heimilisins hófst seint á síðasta ári þegar mikil þörf myndaðist fyrir aðgreiningu milli ungmenna eftir að Stuðlar hófu að taka við börnum í afplánun og gæsluvarðhald. Eftir að skelfilegur bruni varð á Stuðlum í október, fækkaði meðferðarplássum á Stuðlum um tvö rými sem voru færð yfir á neyðarvistun Stuðla til bráðabirgða. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að þau hafi þurft að hreyfa sig hratt til að opna Blönduhlíð. „Það var sett allt trukk á að koma Blönduhlíðinni hér af stað þannig að það voru ráðnir fleiri verktakar og starfsmenn hér inn og svo erum við að reyna að ráða starfsfólk samhliða þessu og áætlum að opna hér bara í desember um leið og við höfum klárað að manna að fullu.“ Áætlað er að börn með þyngri vanda fái áfram greiningu og meðferð á meðferðardeild Stuðla en meðferðarheimilið Blönduhlíð verður opnara úrræði en er á Stuðlum. Foreldrar hafa haft áhyggjur af blöndun ólíkra hópa á Stuðlum. „Það segir sig sjálft að við setjum ekki þrettán ára barn með hegðunarvanda inn með einhverjum sem eru komnir langt í fíkniefnaneyslu og eru að nálgast átján ára aldurinn þannig að með því að hafa tvö greiningar- og meðferðarheimili þá getum við aðgreint betur og kortlagt svolítið hvaða börn eru að fara hvert,“ segir Ólöf. Opnun meðferðarheimilisins Blönduhlíðar er aðeins fyrsta skrefið af mörgum því á þessu svæði, sem kallast Farsældartún, á að rísa þjónustuþorp fyrir börn og er heilmikil uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Hugmyndin er að opinberar stofnanir sem fjalla um börn geti verið með aðsetur í Farsældartúni en líka geðlæknar og sálfræðingar. Haraldur L. Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns.Vísir/Bjarni Farsældartún er sjálfseignastofnun sem stofnuð var á síðasta ári en hún hefur til umráða sex hektara land. Haraldur L. Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns. „Við sjáum fyrir okkur að það verði sameiginlegt mötuneyti og síðan náttúrulega erum við með íþróttaaðstöðu og annað slíkt fyrir börn þannig að það verði mikil samlegðaráhrif af því að vera hérna og síðan erum við komin með mikla þekkingu á sama stað svo fólk þurfi ekki að fara út og suður til þess að sækja aðstoð fyrir börnin sín.“ „Held þetta gæti orðið alveg einstakt“ Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, var viðstaddur opnunina og var glaður með áfangann. „Það var auðvitað alveg ótrúlega merkilegt að IOGT á Íslandi skyldi ánafna íslenskum börnum þetta svæði hérna á besta stað og síðan er verið að vinna deiliskipulag að þessu og markmiðið er að hér muni geta starfað á breiðum grunni allir þeir sem vinna að málefnum barna og þetta fyrsta skref sem við erum að stíga hérna í dag er liður í því en síðan er í vinnslu að stíga frekari skref en ég held þetta geti orðið algjörlega einstakt og aukið mjög á samtal og samvinnu ólíkra aðila þegar kemur að málefnum barna.“ Málefni Stuðla Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. 27. september 2024 19:41 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda. Vinna við stofnun heimilisins hófst seint á síðasta ári þegar mikil þörf myndaðist fyrir aðgreiningu milli ungmenna eftir að Stuðlar hófu að taka við börnum í afplánun og gæsluvarðhald. Eftir að skelfilegur bruni varð á Stuðlum í október, fækkaði meðferðarplássum á Stuðlum um tvö rými sem voru færð yfir á neyðarvistun Stuðla til bráðabirgða. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að þau hafi þurft að hreyfa sig hratt til að opna Blönduhlíð. „Það var sett allt trukk á að koma Blönduhlíðinni hér af stað þannig að það voru ráðnir fleiri verktakar og starfsmenn hér inn og svo erum við að reyna að ráða starfsfólk samhliða þessu og áætlum að opna hér bara í desember um leið og við höfum klárað að manna að fullu.“ Áætlað er að börn með þyngri vanda fái áfram greiningu og meðferð á meðferðardeild Stuðla en meðferðarheimilið Blönduhlíð verður opnara úrræði en er á Stuðlum. Foreldrar hafa haft áhyggjur af blöndun ólíkra hópa á Stuðlum. „Það segir sig sjálft að við setjum ekki þrettán ára barn með hegðunarvanda inn með einhverjum sem eru komnir langt í fíkniefnaneyslu og eru að nálgast átján ára aldurinn þannig að með því að hafa tvö greiningar- og meðferðarheimili þá getum við aðgreint betur og kortlagt svolítið hvaða börn eru að fara hvert,“ segir Ólöf. Opnun meðferðarheimilisins Blönduhlíðar er aðeins fyrsta skrefið af mörgum því á þessu svæði, sem kallast Farsældartún, á að rísa þjónustuþorp fyrir börn og er heilmikil uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Hugmyndin er að opinberar stofnanir sem fjalla um börn geti verið með aðsetur í Farsældartúni en líka geðlæknar og sálfræðingar. Haraldur L. Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns.Vísir/Bjarni Farsældartún er sjálfseignastofnun sem stofnuð var á síðasta ári en hún hefur til umráða sex hektara land. Haraldur L. Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns. „Við sjáum fyrir okkur að það verði sameiginlegt mötuneyti og síðan náttúrulega erum við með íþróttaaðstöðu og annað slíkt fyrir börn þannig að það verði mikil samlegðaráhrif af því að vera hérna og síðan erum við komin með mikla þekkingu á sama stað svo fólk þurfi ekki að fara út og suður til þess að sækja aðstoð fyrir börnin sín.“ „Held þetta gæti orðið alveg einstakt“ Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, var viðstaddur opnunina og var glaður með áfangann. „Það var auðvitað alveg ótrúlega merkilegt að IOGT á Íslandi skyldi ánafna íslenskum börnum þetta svæði hérna á besta stað og síðan er verið að vinna deiliskipulag að þessu og markmiðið er að hér muni geta starfað á breiðum grunni allir þeir sem vinna að málefnum barna og þetta fyrsta skref sem við erum að stíga hérna í dag er liður í því en síðan er í vinnslu að stíga frekari skref en ég held þetta geti orðið algjörlega einstakt og aukið mjög á samtal og samvinnu ólíkra aðila þegar kemur að málefnum barna.“
Málefni Stuðla Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. 27. september 2024 19:41 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. 27. september 2024 19:41
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06
Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06