Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar 26. nóvember 2024 15:01 Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra. Samningamenn koma yfirleitt að borðinu sannfærð um eigin málstað og við höfum innbyggða tilhneigingu til að dragast inn á átök. Þessi sama tilhneiging er áberandi í umræðunni fyrir Alþingiskosningar. Annað hvort byggjum við upp efnhagslífið eða björgum umhverfinu, annað hvort lækkum við matvælaverð eða fórnum hagsmunum bænda, annað hvort tökum við þátt í alþjóðlegri samvinnu eða verndum hagsmuni Íslands, annað hvort hækkum við skatta eða náum jafnvægi í ríkisfjármálum. Sú hugmynd að ávinningur á einu sviði sé fórn á öðru er rótgróin hugsanavilla. Töfrarnir verða þegar við áttum okkur á því að það þarf ekki að vera annað hvort eða, heldur getum við oft leyst fleiri en eitt vandamál og náð fleiri en einu markmiði í einu. Hagsmunir okkar allra Gott dæmi um lausn þar sem allir vinna er skynsamleg nýting grænnar orku til orkuskipta, sem gerir okkur fært að spara milljarða í olíukostnað, minnkar losun gróðurhúsaloftegunda, bætir loftgæði og þar með heilsu fólks og eykur öryggi Íslands í hverfulum heimi. Hófleg kolefnisgjöld, þar sem sá sem mengar greiðir fyrir mengunina, eru jafnframt skynsamleg efnhagsleg ráðstöfun sem ýtir undir þróun grænna lausna, eykur orkusparnað og skynsamlega nýtingu orku, eykur störf í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, jafnar samkeppni þar sem mengandi iðnaður greiðir raunverulegan kostnað af framleiðslunni, bætir heilsu með minni mengun, eykur samkeppnishæfni í heimi sem kallar eftir umhverfisvænum vörum, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda, sparar kolefniskvóta og getur stutt við íslenskt atvinnulíf - sérstaklega ef tekjurnar af gjaldinu eru notaðar til að lækka álögur á atvinnulífið eins og Viðreisn boðar. Hlustum til að skilja Viðreisn hefur lagt áherslu á það í kosningabaráttunni að hlusta og eiga virkt samtal við fólk um allt land í stofnunum, fyrirtækjum og verslunarmiðstöðvum. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt, ekki síst þegar ólík sjónarmið koma fram. Við lærum mest af þeim sem við erum ósammála, þegar við hlustum til að skilja. Ef við vörumst að dragast inn í átök þá finnum við sameiningu lausnir sem gagnast fólki um allt land, bæði atvinnulífi og umhverfi, styrkir efnhagslíf og veitir stuðnings við betri líðan fólks. Til þess þarf breytt hugarfar og örlitla jákvæðni. Breytum þessu saman. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra. Samningamenn koma yfirleitt að borðinu sannfærð um eigin málstað og við höfum innbyggða tilhneigingu til að dragast inn á átök. Þessi sama tilhneiging er áberandi í umræðunni fyrir Alþingiskosningar. Annað hvort byggjum við upp efnhagslífið eða björgum umhverfinu, annað hvort lækkum við matvælaverð eða fórnum hagsmunum bænda, annað hvort tökum við þátt í alþjóðlegri samvinnu eða verndum hagsmuni Íslands, annað hvort hækkum við skatta eða náum jafnvægi í ríkisfjármálum. Sú hugmynd að ávinningur á einu sviði sé fórn á öðru er rótgróin hugsanavilla. Töfrarnir verða þegar við áttum okkur á því að það þarf ekki að vera annað hvort eða, heldur getum við oft leyst fleiri en eitt vandamál og náð fleiri en einu markmiði í einu. Hagsmunir okkar allra Gott dæmi um lausn þar sem allir vinna er skynsamleg nýting grænnar orku til orkuskipta, sem gerir okkur fært að spara milljarða í olíukostnað, minnkar losun gróðurhúsaloftegunda, bætir loftgæði og þar með heilsu fólks og eykur öryggi Íslands í hverfulum heimi. Hófleg kolefnisgjöld, þar sem sá sem mengar greiðir fyrir mengunina, eru jafnframt skynsamleg efnhagsleg ráðstöfun sem ýtir undir þróun grænna lausna, eykur orkusparnað og skynsamlega nýtingu orku, eykur störf í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, jafnar samkeppni þar sem mengandi iðnaður greiðir raunverulegan kostnað af framleiðslunni, bætir heilsu með minni mengun, eykur samkeppnishæfni í heimi sem kallar eftir umhverfisvænum vörum, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda, sparar kolefniskvóta og getur stutt við íslenskt atvinnulíf - sérstaklega ef tekjurnar af gjaldinu eru notaðar til að lækka álögur á atvinnulífið eins og Viðreisn boðar. Hlustum til að skilja Viðreisn hefur lagt áherslu á það í kosningabaráttunni að hlusta og eiga virkt samtal við fólk um allt land í stofnunum, fyrirtækjum og verslunarmiðstöðvum. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt, ekki síst þegar ólík sjónarmið koma fram. Við lærum mest af þeim sem við erum ósammála, þegar við hlustum til að skilja. Ef við vörumst að dragast inn í átök þá finnum við sameiningu lausnir sem gagnast fólki um allt land, bæði atvinnulífi og umhverfi, styrkir efnhagslíf og veitir stuðnings við betri líðan fólks. Til þess þarf breytt hugarfar og örlitla jákvæðni. Breytum þessu saman. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar