„Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:53 Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar