Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Umhverfismál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun