Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar 22. nóvember 2024 14:30 Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun